Sunday, April 14, 2024
HomeForsíðaEiður keppti ekki í gær vegna meiðsla - Hafdís keppir í dag

Eiður keppti ekki í gær vegna meiðsla – Hafdís keppir í dag

bjj european open 2016Í dag fer þriðji dagur Evrópumótsins í brasilísku jiu-jitsu fram í Lissabon í Portúgal. Þrír Íslendingar voru skráðir til leiks á mótið sem klárast á sunnudaginn.

Eiður Sigurðsson úr Mjölni átti að keppa í gær í -88,3 kg flokki fjólublábeltinga. Því miður meiddist Eiður skömmu fyrir mótsdag og gat því ekki keppt í gær.

Á miðvikudaginn keppti Aron Elvar Jónsson í risastórum flokki -76 kg blábeltinga og vann fyrstu þrjár glímurnar en féll úr leik í 4. glímu.

Í dag mun síðasti Íslendingurinn keppa. Hafdís Vera Emilsdóttir úr Mjölni keppir í -69 kg flokki blábeltinga, 30-36 ára, í dag. Fyrsta glíma hennar er gegn Marie Wilson frá Combat Base UK og ætti að hefjast um kl 11.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular