0

Eiður keppti ekki í gær vegna meiðsla – Hafdís keppir í dag

bjj european open 2016Í dag fer þriðji dagur Evrópumótsins í brasilísku jiu-jitsu fram í Lissabon í Portúgal. Þrír Íslendingar voru skráðir til leiks á mótið sem klárast á sunnudaginn.

Eiður Sigurðsson úr Mjölni átti að keppa í gær í -88,3 kg flokki fjólublábeltinga. Því miður meiddist Eiður skömmu fyrir mótsdag og gat því ekki keppt í gær.

Á miðvikudaginn keppti Aron Elvar Jónsson í risastórum flokki -76 kg blábeltinga og vann fyrstu þrjár glímurnar en féll úr leik í 4. glímu.

Í dag mun síðasti Íslendingurinn keppa. Hafdís Vera Emilsdóttir úr Mjölni keppir í -69 kg flokki blábeltinga, 30-36 ára, í dag. Fyrsta glíma hennar er gegn Marie Wilson frá Combat Base UK og ætti að hefjast um kl 11.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.