spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlan Jouban: Ég ætla að klára Gunnar Nelson

Alan Jouban: Ég ætla að klára Gunnar Nelson

Alan Jouban mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London þann 18. mars. Jouban er hæst ánægður með bardagann enda er þetta stórt tækifæri fyrir hann.

Alan Jouban hefur sóst eftir bardaga gegn einhverjum á topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni og fær nú ósk sína uppfyllta. Jouban er ekki á styrkleikalistanum eins og er og sér bardagann gegn Gunnari sem tækifæri til að taka stórt stökk upp á við.

„Gunnar er fullkominn andstæðingur, hann er nr. 9 í heiminum, fólk þekkir hann, hann er harður og góður á öllum vígstöðum. Að klára hann kemur mér á topp 10 í þyngdarflokkinum,“ segir Jouban.

Jouban ætlar að gera það sama og Jorge Masvidal gerði með sigrinum á Donald Cerrone. Fyrir bardagann var Masvidal ekki ofarlega á styrkleikalistanum í UFC en eftir sigur á Cerrone skaust hann upp um mörg sæti. Jouban sér Gunnar sem gott tækifæri til að komast á topp 10 í veltivigtinni.

„Hann er góður bardagamaður en ég ætla að vinna hann. Mér finnst ég hafa allt sem til þarf. Ég hef hugarfarið, ég er í góðu formi, ég hef réttu tólin, er einbeittur og ætla að sýna hvað ég get. Ég ætla að klára Gunnar Nelson og þaðan get ég komist í titilbaráttuna.“

Viðtalið má sjá hér að neðan en þar má meðal annars heyra spyrilinn gera þau afdrifaríku mistök að kalla Gunnar írskan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular