0

Floyd Mayweather: Ég nýt þess að vera hættur

Floyd Mayweather birti á Twitter í gær stutta yfirlýsingu þar sem hann ítrekaði að hann væri hættur. Hann bað í leiðinni Conor McGregor um að koma hlutunum á hreint við UFC ef hann vill í alvörunni berjast.

Slúðurmiðillinn The Sun hélt því fram í vikunni að boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor væri nánast frágenginn. Floyd sagði svo sjálfur við blaðamann ESPN á körfuboltaleik að bardaginn sé að færast nær og nær.

Samkvæmt nýjustu ummælum Floyd er ekkert frágengið og er hann sáttur heima á eftirlaunaárunum.

„Þrátt fyrir þráláta orðróma þess efnis að ég eigi bardaga í vændum langar mig að lýsa því yfir að engir samningar hafa verið gerðir af minni hálfu varðandi bardaga á þessum tímapunkti. Ég nýt þess að vera hættur og nýt lífsins! Ef eitthvað breytist verð ég sá fyrsti til að láta heiminn vita.“

Conor McGregor er staddur í Las Vegas um þessar mundir til að afgreiða sín mál við íþróttasamband Nevada fylkis, UFC og til að hitta Floyd Mayweather.

I am in Las Vegas. Floyd has retired on my arrival.

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

En Floyd er þó enn til í bardagann ef Conor McGregor kemur sínum málum við UFC á hreint.

„Conor McGregor, ef þú vilt í alvöru fá þennan bardaga…komdu málum þínum á hreint við UFC og láttu fólkið þitt hafa samband við mitt fólk.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.