0

Alan Jouban kominn með næsta bardaga

Eins og flestir muna þá barðist Gunnar Nelson við Alan Jouban í mars síðastliðnum. Bardaginn fór ekki eins og Jouban hafði vonað eftir en nú fær hann tækifæri til að koma sér beinu brautina.

Það er eitthvað sem gerist þegar menn berjast við okkar bardagafólk. Þeir verða einhvers konar heiðurs Íslandsvinir og tengjast okkur óskilgreindum böndum. Hvort sem þeir sigra eða tapa fyrir Íslendingum viljum við fylgjast með þeim og við viljum að sjálfsögðu að þeim gangi vel.

Eftir tapið talaði Jouban um að berjast fljótt aftur en hann hefur fengið ósk sína uppfyllta þar sem þessi bardagi fer fram á UFC 213 í Las Vegas þann 8. júlí. Andstæðingurinn verður Brian Camozzi sem er bróðir Chris Camozzi en hann berst í millivigt í UFC eins og þekkt er.

Brian Camozzi er 25 ára strákur með tíu bardaga á bakinu, þar af sjö sigra. Hann hefur barist einu sinni í UFC en tapaði þá fyrir Randy Brown á tæknilegu rothöggi. Þessi bardagi verður sennilega snemma um kvöldið og gott tækifæri fyrir Jouban að koma sér aftur á sigurbraut.

Chris og Brian Camozzi.

Óskar Örn Árnason
Latest posts by Óskar Örn Árnason (see all)

Óskar Örn Árnason

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.