Albert Tumenov tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam fyrr í kvöld. Tumenov var að vonum vonsvikinn með tapið.
„Ég er mjög vonsvikinn. Svona er íþróttin, því miður,“ sagði Tumenov fljótlega eftir bardagann.
„Þetta var ekki minn dagur en ég mun koma sterkur til baka. Ég er ekki einn af þeim sem vinnur einn, tapar einum, vinnur einn, tapar einum. Ég er hér til að verða bestur og minn tími mun koma. Ég mun bara verða sterkari og koma til baka. Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni,“ sagði Tumenov að lokum.
Þetta var þriðja tap Tumenov á ferlinum en fram að bardaganum hafði hann sigrað 13 af síðustu 14 bardögum sínum.
Gunnar var hrikalega snöggur kom á óvart hvessu hraður hann var og fyrstu 2 höggin vinstri krókur og hægri sendu þessi skilaboð ég mun taka þig það sást á rússanum að hann var mjög hissa og óöruggur Gunni var eins og hann var fyrir tveimum árum virkaði óstöðvandi:-)