spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlexander Volkanovski greindist með Covid - titilbardaganum gegn Brian Ortega frestað

Alexander Volkanovski greindist með Covid – titilbardaganum gegn Brian Ortega frestað

Fjaðurvigtarmeistarinn Alexander Volkanovski átti að mæta Brian Ortega næsta laugardag. Nú hefur Volkanovski greinst með kórónuveiruna og hefur bardaganum verið frestað.

Þetta átti að vera önnur titilvörn Volkanovski eftir tvo sigra gegn Max Holloway. Bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 260 en Volkanovski greindist með Covid-19 í gær. Volkanovski gekkst undir þrjú Covid próf á dögunum og reyndist hann jákvæður í þriðja prófinu.

Bardaganum verður því frestað um nokkrar vikur en óvíst er hvenær hann verður. Liðsfélagi Volkanovski, Brian Riddell, átti að berjast í gær en sá bardagi var fjarlægður af bardagakvöldinu í gær vegna Covid smits.

UFC 260 fer fram næsta laugardag en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular