spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedÚrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Holland

Úrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Holland

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Derek Brunson og Kevin Holland.

Aðalbardagi Derek Brunson og Kevin Holland fór fram í millivigt en Holland fór hamförum á síðasta ári með fimm sigrum. Brunson var ekki lengi að taka Holland niður í 1. lotu og var það saga bardagans. Brunson tók Holland niður ítrekað yfir allar fimm loturnar en í 2. lotu tókst Holland að vanka Brunson. Brunson leyfði þó Holland ekki að standa lengi með sér og fór strax í fellurnar. Holland reif kjaft allan tímann en það var ljóst hver betri maðurinn var í nótt og sigraði Brunson eftir dómaraákvörðun.

Þetta var hans fjórði sigur í röð og vill hann fá topp fimm andstæðing næst. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Derek Brunson sigraði Kevin Holland eftir dómaraákvörðun (49–45, 49–46, 49–46).
Veltivigt: Max Griffin sigraði Song Kenan með rothöggi (punches) eftir 2:20 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Montserrat Ruiz sigraði Cheyanne Buys eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–27).
Bantamvigt: Adrian Yanez sigraði Gustavo Lopez með rothöggi (punch) eftir 27 sekúndur í 3. lotu.
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Harry Hunsucker með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 49 sekúndur í 1. lotu.

ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar:

Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson sigraði Marion Reneau eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Grant Dawson sigraði Leonardo Santos með rothöggi (punches) eftir 4:59 í 3. lotu.
Millivigt: Trevin Giles sigraði Roman Dolidze eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (137,5 pund): Montel Jackson sigraði Jesse Strader með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:58 í 1. lotu.
Fluguvigt: Bruno Gustavo da Silva sigraði JP Buys með tæknilegu rothöggi (punch) eftir 2:56 í 2. lotu

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular