Bellator 198 fór fram í gærkvöldi þar sem þeir Fedor Emelianenko og Frank Mir mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt þar sem flestir bardagarnir kláruðust í 1. lotu.
Gömlu kallarnir Fedor Emelianenko og Frank Mir mættust í gær en bardaginn var hluti af 1. umferð í útsláttarmóti Bellator í þungavigt. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en Fedor rotaði Mir eftir 48 sekúndur í 1. lotu. Mir tókst samt að slá Fedor niður eftir aðeins nokkrar sekúndur og var þetta því fjörugur en stuttur bardagi.
Fedor Emelianenko vs Frank Mir #Bellator198 pic.twitter.com/86MEQNjBqp
— Fancy Combat (@FancyCombat) April 29, 2018
Með sigrinum er Fedor kominn áfram í undanúrslit útsláttarmótsins og mætir þar Chael Sonnen. Sonnen sigraði Quinton ‘Rampage’ Jackson í fyrstu umferð fyrr á árinu en Sonnen mætti í búrið eftir sigur Fedor.
Chael has words for Fedor #FedorSonnen pic.twitter.com/wGKkbVT6ge
— Fancy Combat (@FancyCombat) April 29, 2018
Á bardagakvöldinu voru sjö bardagar sem kláruðustu með uppgjafartaki og þar af sex í 1. lotu. Dillon Danis sigraði sinn fyrsta MMA bardaga með „toehold“ í 1. lotu. Hér að neðan má sjá allt það helsta frá bardagakvöldinu.