Wednesday, May 1, 2024
HomeErlentBellator með stórt bardagakvöld í London í kvöld

Bellator með stórt bardagakvöld í London í kvöld

Bellator er með ansi veglegt bardagakvöld í London í kvöld. Millivigtartitillinn verður í húfi og spennandi bardagamenn berjast.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Gegard Mousasi og Rafael Lovato Jr. Mousasi hefur unnið alla þrjá bardaga sína og tók millivigtartitilinn af Rafael Carvalho í fyrra. Hann barðist svo síðast við Rory MacDonald og kláraði hann í 2. lotu.

Rafael Lovato Jr. hefur náð frábærum árangri í brasilísku jiu-jitsu og er margverðlaunaður á þeim vígvelli. Hann er 9-0 sem atvinnumaður í MMA og hefur unnið sex af þeim bardögum með uppgjafartaki.

Reynsluboltinn Melvin Manhoef mun svo berjast sinn 100. formlega bardaga (47 í MMA og 52 í sparkboxi) þegar hann mætir Kent Kauppinen í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Íslandsvinurinn James Gallagher mætir Jeremiah Labiano en Gallagher lét vel í sér heyra á blaðamannafundinum í vikunni. Gallgher er 8-1 og hefur fljótlega skipað sér sess sem einn umtalaðasti bardagamaður Bellator. Þar hefur kjafturinn spilað stórt hlutverk.

Fabian Edwards, yngri bróðir Leon Edwards, mætir svo Jonathan Bosuku en Fabian er einn mest spennandi bardagamaður Bretlands um þessar mundir. Fabian er 7-0 sem atvinnumaður hefur klárað sex af þessum bardögum. Hann tekur stöðugum framförum og verður forvitnilegt að sjá hann í kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins byrjar kl. 15:30 á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 20:00. Enn og aftur er Bellator í tómu tjóni þegar kemur að útsendingunum sínum en fyrsti klukkutíminn á aðalhluta bardagakvöldsins verður sýndur á SkySports en síðustu tveir á Channel 5. Hægt er að horfa á upphitunarbardagana í Bellator smáforritinu en annarra leiða þarf að leita til að sjá aðalhluta bardagakvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular