Tuesday, April 30, 2024
HomeErlentDustin Poirier: Fæ Khabib til að gera mistök

Dustin Poirier: Fæ Khabib til að gera mistök

Dustin Poirier mætir Khabib Nurmagomedov í haust. Poirier veit að hann á erfitt verkefni fyrir höndum en telur sig hafa réttu tólin til að sigra Khabib.

Dustin Poirier varð bráðabirgðarmeistari í léttvigtinni eftir sigur á Max Holloway í apríl. Poirier hefur unnið fjóra bardaga í röð í léttvigtinni og aldrei litið jafn vel út.

Khabib er auðvitað ennþá ósigraður með bardagaskorið 27-0. „27 menn hafa reynt, 27 mönnum hefur mistekist. Margir spyrja mig hvar ég sé veikleika hjá Khabib eða hvar hann gerir mistök. Ég þarf ekki stórar holur í hans leik,“ sagði Poirier á blaðamannafundi fyrir bardagann á dögunum.

„Ég mun fá Khabib til að gera mistök með pressunni minni, með kænsku minni í búrinu, með reynslu minni og með öllum lotunum sem ég hef farið í gegnum. Þetta verður bardagi í hæsta gæðaflokki. Þetta verður stór bardagi og ég er spenntur. Ég mun finna þessar opnanir.“

Khabib hefur unnið alla 11 bardaga sína í UFC og ekki lent í miklum vandræðum. Poirier hefur fulla trú á að hann muni finna opnanir hjá Khabib og koma honum í vandræði.

„Ég þarf ekki að finna stórar holur. Hann er góður. Ég get ekki sagt neitt slæmt um hann, hann er góður. Hann er heimsmeistari. En ég mun láta hluti gerast og fara með hann þangað sem hann hefur aldrei farið. Þannig er það.“

Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins á UFC 242 en bardagakvöldið fer fram þann 7. september í Abu Dhabi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular