spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Eyþórsson með sigur í 1. lotu

Bjarki Eyþórsson með sigur í 1. lotu

Annar af Íslendingunum til að keppa á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi var Bjarki Eyþórsson. Bjarki var ekki lengi að afgreiða þetta og kláraði með hengingu í 1. lotu.

Þetta var fyrsti MMA bardagi Bjarka og gat bardaginn varla farið betur. Bjarki mætti Stu George í léttvigt en heimamaðurinn byrjaði bardagann á þungu lágsparki. Skömmu síðar reyndi George aftur lágspark en í þetta sinn greip Bjarki sparkið og keyrði með hann niður. George reyndi að standa upp og stökk Bjarki á bakið á honum.

George stóð upp en Bjarki hékk á bakinu á honum eins og bakpoki. Bjarki var þolinmóður og reyndi að finna opnanir fyrir „rear naked choke“ henginguna. Það tókst að lokum og neyddist George til að tappa út eftir 2:20 í 1. lotu.

Sjá einnig – Bjarki Eyþórsson: Líður eins og ég hafi oft gert þetta áður

Frábær byrjun hjá Bjarka en hann er fjórði Bjarkinn sem berst í MMA. Bardagann má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular