Tuesday, May 21, 2024
HomeForsíðaBjarki Ómarsson og Bjarki Pétursson komnir með bardaga á FightStar

Bjarki Ómarsson og Bjarki Pétursson komnir með bardaga á FightStar

Fleiri íslenskir bardagamenn voru að bætast við FightStar bardagakvöldið í desember. Þeir Bjarki Pétursson og Bjarki Ómarsson eru komnir með staðfesta bardaga.

Það verða hvorki meira né minna en þrír Bjarkar á FightStar 13 bardagakvöldinu þann 9. desember. Eins og áður hefur komið fram verður Bjarki Þór Pálsson í aðalbardaga kvöldsins en hann mætir Steve O’Keeffe en þetta verður fyrsta titilvörn Bjarka Þórs í FightStar.

Bjarki Ómarsson (7-4) er einnig kominn með bardaga en hann mætir Nathan Jessimer (6-2) í fjaðurvigt. Barist er um bráðabirgðarbeltið í fjaðurvigtinni en um áhugamannabardaga er að ræða. Bjarki hefur ekkert barist síðan í júlí 2016 en hann hefur átt í erfiðleikum með að fá andstæðinga og einnig glímt við meiðsli.

Bjarki Pétursson (1-1) mætir Jonas Leonard Grace (2-0) í millivigt. Bjarki barðist einnig á síðasta bardagakvöldi FightStar í október.

Þá er Ingþór Örn Validmarsson með staðfestan bardaga og stefnir því allt í að fjórir Íslendingar berjist á FightStar 13 þann 9. desember. Fleiri Íslendingar gætu bæst við á bardagakvöldið.

Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular