0

Michael Bisping kemur í stað Anderson Silva og mætir Kelvin Gastelum

Michael Bisping bauðst til að koma í stað Anderson Silva eftir að sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi. Bisping mun því mæta Kelvin Gastelum aðeins þremur vikum eftir tapið gegn Georges St. Pierre.

Á föstudaginn greindi UFC frá lyfjamisferli Anderson Silva. Silva átti að mæta Kelvin Gastelum í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Sjanghæ þann 25. nóvember. Anderson Silva fær ekki að berjast þann 25. nóvember eftir fall á lyfjaprófi og því þurfti UFC að leita að nýjum andstæðingi fyrir Gastelum.

Fyrrum millivigtarmeistarinn Michael Bisping hefur boðist til að stíga inn með skömmum fyrirvara. Aðeins er vika síðan hann tapaði fyrir Georges St. Pierre í aðalbardaga UFC 217. Hann ætlar greinilega ekki að dvelja lengi við þetta tap og tekur því þennan bardaga gegn Gastelum með skömmum fyrirvara.

Bisping stefnir ennþá að berjast í London í mars á næsta ári og gæti það mögulega verið síðasti bardaginn á ferlinum.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.