0

Björn Lúkas mætir Spánverja í fyrstu umferð á HM

Björn Lúkas Haraldsson (2-0) hefur leik á Heimsmeistaramótinu í MMA á morgun. Björn mætir Spánverja í fyrstu umferð.

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein 12. til 19. nóvember. Mótið var formlega sett af stað í dag en fyrstu bardagar fara fram á morgun. Dregið var í flokka í dag og dróst Björn Lúkas gegn Ian Kuchler frá Spáni. Samkvæmt Tapology verður þetta fyrsti MMA bardagi Kuchler.

Hægt verður að fylgjast með stöðu mála á MyNextMatch.com en hátt í 80 bardagar fara fram á morgun. Þá verður einnig hægt að horfa á bardagana með því að ná í smáforritið Bahrain TV.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.