spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson: Það er ekki til betri tilfinning en að vinna bardaga

Bjarki Ómarsson: Það er ekki til betri tilfinning en að vinna bardaga

bjarki ómars3
Bjarki Ómarsson með sigur í boxbardaga. (Mynd: Brynjar Hafsteins)

Hinn 19 ára Bjarki Ómarsson er einn efnilegasti bardagakappi okkar Íslendinga en hann berst sinn þriðja MMA bardaga nú í október. Við fengum Bjarka í skemmtilegt viðtal þar sem hann talar m.a. um framtíðina og æfingarnar með Conor McGregor.

bjarki om
Bjarki í hans síðasta bardaga.

Bjarki Ómarsson hefur sigrað einn bardaga og tapað einum í áhugamanna-MMA og berst í þriðja sinn nú í haust. „Ég á bardaga þann 18. október í Englandi, á víst að vera kominn með andstæðing þar og vonandi missi ég ekki andstæðinginn,“ segir Bjarki en þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu.“

Bjarki stefnir á að fara til Dublin í lok árs eða snemma á næsta ári til að æfa hjá John Kavanagh í SBG Dublin. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo. Það væri frábær reynsla að fá að æfa með mörgum af þeim bestu í heimi í þessum minni þyngdarflokkum hjá Team Alpha Male, þarf bara að safna smá pening,” segir Bjarki, sem berst í fjaðurvigt (66 kg flokki).

Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði Conor McGregor með þeim hér  á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil.

Bardagakappinn ungi reynir að æfa tvisvar á dag, í hádeginu og svo á kvöldin. „Á sumrin fer ég mikið í sund milli æfinga til að slaka á, fæ mér svo að borða á Noodle Station áður en ég fer á næstu æfingu. Kvöldunum eyði ég að mestu í að hanga með vinum eða horfa á myndbönd af bardögum, viðtöl við bardagagæja eða æfingamyndbönd, alltaf að greina sportið og læra.“

Bjarki hefur reynslu af keppnum í boxi og BJJ en hvernig finnst honum best að æfa ólíkar greinar MMA? „Núna er ég að taka glímutímabil þar sem ég hef miklu meiri áhuga á glímunni, en um daginn tók ég box og kickbox tímabil. Ég glímdi auðvitað alltaf inn á milli en núna hef ég meiri áhuga á glímunni og þannig breytist þetta. Ég veit að bráðum mun ég vilja taka meira box og kickbox aftur,“ segir Bjarki sem hefur sigrað báða bardaga sína í boxi.

bjarki om2
Bjarki með flotta fellu í hans síðasta bardaga.

Þegar kallið kemur og Bjarki fær bardaga verður hann strangari í mataræðinu og einbeittari. Keppnisferðirnar eru alltaf skemmtilegar, en hvernig lýsir keppnisdagurinn sér? „Dagurinn fer mikið í rólegheit. Einbeitingin er á bardaganum en maður er samt nokkuð rólegur. Það er alltaf mikil stemning að borða með Keppnisliðinu fyrir bardagann og létt yfir mönnum. Svo þegar maður kemur í höllina þá finnur maður fyrir stressinu og sérstaklega þegar dómarafundurinn byrjar, þá áttar maður sig á því að þetta er að fara að gerast. Þegar ég geng svo inn í búrið undir innkomulaginu mínu þá hverfur allt stress. Það er ekki til betri tilfinning en að vinna bardaga – það er í raun ólýsanleg tilfinning.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular