spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór: Get ekki beðið eftir að stíga í búrið

Bjarki Þór: Get ekki beðið eftir að stíga í búrið

bjarki þór pálsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Þór Pálsson berst sinn annan atvinnubardaga á laugardaginn. Þá mætir hann Alan Proctor á bardagakvöldi í London.

Bardaginn fer fram á Fight Star Championship 8 bardagakvöldinu í London en bardaginn var ekki staðfestur fyrr en seint í nóvember. Bjarki hefur ekkert barist síðan hann kláraði sinn fyrsta atvinnubardaga á aðeins 23 sekúndum í lok júlí.

„Ég var búinn að vera í sambandi við Raj [eigandi FightStar bardagasamtakanna] í ákveðinn tíma og hann var að reyna að redda mér bardaga og það tókst loksins,“ segir Bjarki um tilkomu bardagans.

Bjarki er sem stendur í Dublin að æfa hjá SBG en þar hefur hann verið í tæpar tvær vikur. „Vikuna sem ég fór út var hvíldarvika hjá Keppnisliðinu eftir EM og ég vildi bara leyfa þeim að fá þá hvíld. Ég veit samt að þau hefðu öll verið tilbúin að hjálpa mér og þeir sem voru ekki á EM ef ég hefði óskað eftir því. En mér fannst ég líka þurfa að skipta um umhverfi og hitta John Kavanagh.“

Æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig í Dublin en Bjarki dvelur hjá John í sjö mínútna göngufjarlægð frá SBG bardagaklúbbnum. „Alla morgna hleyp ég út í gym, byrja á kaffi og drilla svo með strák sem er að æfa hjá John. Tek svo keppnisliðsæfingu, fer á Farmhouse að borða og svo heim að hugleiða þar sem ég sé fyrir mér bardagann. Svo legg ég mig áður en ég fer aftur á æfingu um kvöldið. Þannig er svona týpískur dagur hérna í Dublin.“

Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en Bjarki berst venjulega í léttvigt (70 kg). Bjarki er feginn því að þurfa ekki að skera mikið niður enda er það ekki það skemmtilegasta. Bjarki var svo ólmur í að fá að berjast aftur og var honum því sama hvort bardaginn væri í veltivigt eða léttvigt. Markmið Bjarka var að taka að minnsta kosti tvo bardaga í ár og var þetta því eiginlega síðasti séns.

„Það voru tveir gaurar búnir að neita að berjast við mig og þegar Raj bauð mér að berjast við þennan stökk ég á það. Get ekki beðið eftir því að stíga í búrið.“

Bjarki veit ekki mikið um andstæðinginn annað en að hann heitir Alan Proctor og þetta verður fyrsti atvinnubardaginn hans eftir sex áhugmannabardaga (fjórir sigrar, tvö töp).

Bjarki Þór tók gullið á Evrópumótinu í MMA í fyrra og fylgdist spenntur með er Magnús Ingi, yngri bróðir hans, tók bronsið á EM í ár. „Það var rosalegt að fylgjast með honum. Ég kom engu í verk og var sveittur á efri vörinni allan tímann hér heima, þannig að það er eins og ég sé búinn að keppa fjóra bardaga nýlega,“ segir Bjarki og hlær.

Bjarki ætlar að reyna að streyma bardaganum í gegnum Facebook síðu Mjölnis og getum við vonandi fengið að sjá bardagann í beinni útsendingu. Bjarki vill þakka styrktaraðilum sínum Drunk Rabbit, Kraftafl, Gló, USN Iceland, Hairbond, Macland, Wow Air og Egils Kristal. „Get on the Thor train,“ segir Bjarki að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular