spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas: Líklega besta tilfinning sem ég hef upplifað

Björn Lúkas: Líklega besta tilfinning sem ég hef upplifað

Björn Lúkas Haraldsson var einn af fjórum Íslendingum sem sigraði sinn bardaga í Færeyjum um síðustu helgi. Björn var gríðarlega ánægður með sigurinn og segir sigurtilfinninguna vera eina þá bestu sem hann hefur upplifað.

Björn sigraði með tæknilegu rothöggi í 1. lotu en þetta var hans fyrsti MMA bardagi. Eins og Björn greindi frá í viðtalinu við okkur fyrir bardagann hafði hann stefnt að þessu frá 13 ára aldri. Það var því mikilvæg stund fyrir hann þegar hann steig loksins í búrið. En var þetta alveg eins og hann hafði ímyndað sér?

„Já og nei. Allt fram að bardaganum var eins og ég hélt að það mundi verða. Tilfinningin að labba í höllina, upphitunin, stíga í búrið undir lagi sem vinur minn samdi og svo berjast að lokum. En þegar dómarinn stoppaði bardagann missti ég stjórn á mér. Ég var farinn að öskra án þess að pæla í því en það var bara svo nátturulegt,“ segir Björn Lúkas.

Björn Lúkas hefur mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og jiu-jitsu og varð ekki mikið var við áhorfendur á meðan á bardaganum stóð. „Það að fólk sé að horfa á mig hefur ekki truflað mig í langan tíma. Ég spáði ekkert í því hverjir voru að fylgjast með. Þegar ég var kominn inn í búrið var bara einn maður sem fékk mína athygli og það var andstæðingurinn. Allt annað var bara white noise.“

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Björn kláraði bardagann með höggum í gólfinu er hann var kominn í „mount“. Björn byrjaði rólega í stöðunni en setti svo meiri þunga í höggin og byrjaði að kýla fastar og hraðar.

„Ég var að hlusta á hornamenninna mína þá Árna [Ísaksson] og Jón Viðar [Arnþórsson] og fara eftir fyrirmælum þeirra. Fyrsta höggið eftir að ég rétti úr mér var eiginlega bara til að trufla hann svo að ég gæti klárað stöðuna en hann fór strax í fulla vörn. Ég hélt fyrst að ég gæti bara náð nokkrum höggum en svo fann ég að hann var ekkert að fara neitt. Þegar ég fann það að hann var fastur þá rétti ég alveg úr mér og gaf allt í þetta. Ég sá að dómarinn var að að skríða nær og nær og áður en að ég vissi þá var þetta búið.“

Um leið og bardaginn kláraðist tók Björn gott öskur í fagnaðarlátunum. „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta öskur kom. Það augnablik þar sem ég stend upp er líklega besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ segir Björn að lokum.

Bardagann má sjá hér að neðan en þess má geta að Björn Lúkas er kominn með opinbera Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans æfingum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular