spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor sýningin

Conor McGregor sýningin

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Nú eru aðeins tveir dagar í UFC 189 og spennan heldur betur farin að magnast. Það er gríðarlegur áhugi á viðburðinum en sá sem dregur mest að er Írinn umdeildi.

Í gær, miðvikudag, fór fram opin æfing fyrir framan fjölmiðla og aðdáendur. Aðeins fjórir bardagamenn tóku þátt að þessu sinni og því fengu Gunnar og flestir bardagamenn kvöldsins UFC 189. Kapparnir í titilbardögunum tóku stutta æfingu og svöruðu spurningum fjölmiðla um skamma stund.

Chad Mendes var fyrstur og fékk hann baul frá hinum mörgu írsku aðdáendum sem eru í borginni. Mendes mætir Conor McGregor á laugardaginn um bráðabirgðartitil fjaðurvigtarinnar (e. interim title). Mendes æfði í um korter með Urijah Faber en Faber er sá sem setti saman Team Alpha Male liðið þar sem Mendes æfir.

Næstur var Robbie Lawler og æfði hann afar stutt. Veltivigtarmeistarinn Lawler tók nokkrar lotur á púðunum með þjálfara sínum og var stuttorður í svörum sínum við blaðamenn. Hjá Lawler snýst allt um að berjast og gefur hann lítið af sér við fjölmiðla.

Það sama var uppi á teningnum hjá andstæðingi hans, Rory MacDonald. Kandamaðurinn skuggaboxaði og glímdi létt við þjálfara sinn Firas Zahabi í skamma stund. MacDonald er ekki mikið fyrir að opna sig í fjölmiðlum og er skemmtilega þurr.

Þá var komið að aðalmanninum – Conor McGregor. Það er ljóst að þetta snýst allt um hann. Áhorfendur voru margir þarna einungis til að bera hann augum. Það mátti sjá mikið af Conor McGregor borðum og írski fáninn var áberandi meðal áhorfenda. Kappinn tók langa æfingu fyrir framan aðdáendur og fékk gríðarlega góðan stuðning. Í Vegas er allt að fyllast af Írum en talið er að rúmlega 25% af miðasölinni komi frá Írlandi og Bretlandi.

Æfingin hjá McGregor samanstóð af liðleikaæfingum, teygjum, langri púðaæfingu og nokkrum lotum með æfingafélögum sínum Artem Lobov og Sergey Pikulskiy. Eftir æfinguna lét McGregor fjölmiðlamenn bíða eftir sér á meðan hann heilsaði upp á aðdáendur sína. McGregor áritaði hvert einasta spjald og gaf sér góðan tíma í þetta á meðan fjölmiðlamenn biðu. Það er ljóst að McGregor er afar þakklátur fyrir stuðninginn.

Í dag fer fram blaðamannafundur þar sem Conor McGregor mun án nokkurs vafa koma með nokkrar bombur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular