Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentDaniel Cormier mun keppa gegn Gustafsson í fyrstu titilvörn sinni

Daniel Cormier mun keppa gegn Gustafsson í fyrstu titilvörn sinni

daniel cormierSvo virðist sem fyrsta titilvörn Daniel Cormier verði gegn Alexander Gustafsson. Þetta sagði Dana White, forseti UFC, í þættinum UFC Tonight í gærkvöldi.

Daniel Cormier varð léttþungavigtarmeistari UFC nýlega er hann sigraði Anthony Johnson á UFC 187. Svo virðist sem einhver bið verði eftir fyrrum léttþungavigtarmeistaranum Jon Jones en hann var sviptur titlinum fyrr á árinu.

Cormier fékk titilbardagann gegn Johnson þrátt fyrir að hafa tapað sínum síðasta bardaga (gegn Jon Jones). Það sama mun vera uppi á teningnum hjá Gustafsson en Gustafsson tapaði fyrir Anthony Johnson í janúar.

Alexander Gustafsson og Glover Teixeira áttu að mætast í júní en Gustafsson dró sig úr bardaganum vegna meiðsla. Ekki er ljóst hvenær þeir Gustafsson og Cormier mætast að svo stöddu.

 

Talið var líklegt að Ryan Bader, sem hefur sigrað fjóra bardaga í röð, fengi næsta titilbardaga. Bader og Cormier lentu í orðaskiptum á blaðamannafundi eftir UFC 187. Cormier lét hafa eftir sér að refsa þyrfti Bader fyrir vanvirðingu gegn Johnson og myndi sú refsing fela í sér að mæta Johnson. Bardagi milli Bader og Johnson yrði einnig áhugaverð rimma.

Það verður að segjast eins og er að það er undarlegt að Gustafsson, sem hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum, fái næsta titilbardaga. Það geta þó flestir verið sammála um að Gustafsson er áhugaverðari andstæðingur en Ryan Bader.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular