spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEinhenti bardagamaðurinn Nick Newell hætti í gær

Einhenti bardagamaðurinn Nick Newell hætti í gær

Nick NewellHinn einhenti Nick Newell náði í sinn 13. sigur í gær á WSOF 24 í gær. Eftir bardagann tilkynnti hann að þetta væri hans síðasti bardagi í ferlinum.

Nick Newell lauk ferlinum með bardagaskorið 13-1 en hann er 29 ára gamall. Eina tapið hans kom gegn Justin Gaethje um léttvigtarbelti WSOF.

Sjá einnig: Einhenti bardagamaðurinn Nick Newell

Þegar Newell fæddist vantaði á hann neðri hlutann af vinstri handlegg hans. Hann lét það aldrei hafa mikil áhrif á sig og æfði glímu á skólaárum sínum. Hann einblíndi á að vera enn tæknilegri en andstæðingar sínir vegna fötlun sinnar. Af 13 sigrum hans komu átta eftir uppgjafartök. Newell getur vel við unað eftir góðan feril og hefur veitt mörgum innblástur.

Newell var gráti næst þegar hann tilkynnti ákvörðun sína eins og sjá má í viðtalinu hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=RBAaAr7S-1E

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular