spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEndurkoma Nick Diaz

Endurkoma Nick Diaz

Nick-Diaz
Nick Diaz

Nick Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir George St. Pierre 16. mars á síðasta ári. Hann sagðist í kjölfarið vera endanlega hættur en nafn hans er engu að síður stöðugt í umræðunni.

Nú þegar Anderson Silva og George St. Pierre eru ekki til staðar þarf UFC á stjörnu að halda og þær gerast ekki mikið stærri en Nick Diaz í MMA. Fyrir nokkrum dögum sagði Diaz í samtali við Loretta Hunt hjá Sports Illustrated að hann væri að semja við UFC um nýjan samning og væri að stefna á að berjast fyrir lok árs.

Endurkoma Diaz væri kærkomin vítamínsprauta fyrir UFC en spurningin er hverjum á hann að mæta. Hann tapaði síðustu tveimur bardögum sínum svo hann getur ekki skorað beint á meistarann. Hann mun ekki vilja berjast við of lágt settan andstæðing svo það koma ekki mjög margir til greina. MMA Fréttir skoðar fimm bardaga sem koma til greina:

nelsinn

5. Gunnar Nelson
Í lok árs verður Gunnar vonandi búinn að sigra fyrstu fjóra bardaga sína í UFC og kominn í topp 10 (hann er núna nr. 13). Bardagi á milli tveggja jiu-jitsu undrabarna er alltaf áhugaverður og stílarnir standandi bjóða líka upp á áhugaverðan bardaga. Íslenskum aðdáendum myndu ekki leiðast að sjá þennan verða að veruleika.

UFC on FX: Lombard v Palhares

4. Hector Lombard
Júdóundrið Hector Lombard hefur verið misjafn í UFC en leit út eins og skrímsli í sínum síðasta bardaga á móti Jake Shields. Það væri gaman að sjá hann á móti öðrum reynslubolta og hvernig hann myndi bregðast við þeirri pressu sem Diaz setur á andstæðinga sína. Þetta væri auk þess fyrrum Strikeforce meistari á móti fyrrum Bellator meistara sem er góð saga.

rory-macdonald

3. Rory MacDonald
MacDonald er ungur en hann er smá saman að verða einn af þeim bestu í heimi. Hann pakkaði Nate Diaz, yngri bróður Nick, saman árið 2011 svo það verður að hefna fyrir það. Nick Diaz væri góð prófraun fyrir MacDonald í fimm lotu bardaga.

lawler-vs-diaz

2. Sá sem tapar af Robbie Lawler og Matt Brown bardaganum
Sama hvor það yrði eru stílarnir þannig að bardaginn yrði fjörugur svo ekki sé meira sagt. Lawler tapaði fyrir Diaz í UFC árið 2004 svo þar er saga sem er auðvelt að selja. Tapi Brown fyrir Lawler væri sigur á móti Diaz ekki slæmur að hafa á ferilskránni.

Anderson-Silva

1. Anderson Silva
Það hefur lengi verið talað um þennan bardaga sem mætti kalla ofurbardaga. Silva er í millivigt en Diaz gæti þyngt sig upp ef hann fær nægilega vel greitt fyrir. Þetta gæti verið góður endurkomu bardagi fyrir Silva og gott tækifæri fyrir Diaz til að stimpla sig aftur inn. Báðir væri að koma aftur eftir langa fjarveru og báðir þurfa á sigri að halda. Hver vill ekki sjá þennan bardaga?

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular