spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 myndarlegustu bardagamennirnir

Föstudagstopplistinn: 10 myndarlegustu bardagamennirnir

Í síðustu viku vorum við sérstaklega neikvæðir og yfirborðskenndir og gerðum lista yfir 10 ófríðustu bardagamennina en í dag ætlum við að halda áfram á sömu braut og hella lofi yfir þá karlkyns bardagamenn sem eru mestu hjartaknúsararnir.

Eins og í síðustu viku er þetta nú algjört smekksatriði og viðbúið að margir kvenkyns lesendur verði ósammála þessum lista, ekki síst þar sem höfundur laðast ekki að karlmönnum, en við látum það ekki stoppa okkur.


10. Roger Huerta (21-7-1-1).
Atvinnumaður frá 2003-2012. Þekktur fyrir bardaga í bæði UFC og Bellator. Komst í heimsfréttirnar í ágúst 2010 eftir að hafa lent í götuslagsmálum. Seinna kom í ljós að hann réðst á manninn þar sem hann sá hann slá konu fyrir utan skemmtistað.

 

Former-UFC-Fighter-Roger-Huerta

9. Cheick Kongo (21-9-2). Atvinnumaður frá 2001. Aðallega þekktur fyrir bardaga í UFC. Það hefði sennilega verið algjör draumur fyrir UFC ef Kongo hefði verið nógu góður til að verða meistari í UFC. Barðist í þungavigtinni og var með vöðvamassa sem markaðsvél UFC hefði getað nýtt sér vel.

cheick-kongo

8. Michael Chandler (12-2). Atvinnumaður frá 2009. Þekktur fyrir keppni í Bellator og var léttvigtarmeistarinn þar.

Michael-Chandler

7. Carlos Condit (29-8). Atvinnumaður frá 2002. Þekktur fyrir bardaga í WEC og UFC en hann var “interim” meistarinn í UFC eftir sigur á Nick Diaz.

condit

6. Anthony Pettis (17-2). Atvinnumaður frá 2007. Þekktur fyrir bardaga í WEC og UFC og er léttvigtarmeistari UFC. Ótrtúlega skemmtilegur bardagamaður sem sýnir flott tilþrif.

Pettis

5. Alexander Gustafsson (16-2). Atvinnumaður frá 2007 og þekktur fyrir bardaga í UFC. Eyrun skemma kannski fyrir en alvöru blómkálseyru er ekkert sem fólk ætti að hræðast.

Alexander "The Mauler" Gustafsson 2014


4. KJ Noons (13-7).
Atvinnumaður frá 2002. Þekktur fyrir bardaga í Strikeforce og UFC.

KJ Noons


3. Erick Silva (16-5-1).
Atvinnumaður frá 2005. Þekktur fyrir bardaga í UFC.

erick-silva


2. Luke Rockhold (12-2).
Atvinnumaður frá 2007. Þekktur fyrir bardaga í Strikeforce (þar sem hann var meistari) og UFC.

Luke Rockhold


1. Patrick Coté (20-8).
Atvinnumaður frá 2002. Þekktur fyrir keppni í UFC.

patrick-cote

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular