spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bardagakappar sem stóðu ekki við stóru orðin

Föstudagstopplistinn: 10 bardagakappar sem stóðu ekki við stóru orðin

Á föstudagstopplistanum þessa vikuna ætlum við að skoða topp 10 bardagamenn sem hafa talað mikinn skít (e. trash talk) fyrir bardagann en verið svo gjörsigraðir af andstæðingum sínum. Það er alltaf gaman þegar gott skítkast á sér stað milli bardagana en ennþá skemmtilegra þegar einhver stendur ekki við stóru orðin og endar á að vera gjörsigraður og þannig ekki náð að standa við stóru orðin. Hér koma topp 10 dæmin um bardagakappa sem stóðu ekki við stóru orðin.

10. Donald Cerrone vs. Anthony Pettis – UFC on Fox: Johnson vs. Dodson

Bardaginn var lengi í vinnslu aðallega vegna meiðsla hjá Pettis. Cerrone taldi Pettis vera að gera sér upp meiðslin til að forðast bardaga við sig og taldi hann vera hræddan. Þegar í bardagann var komið átti Cerrone engin svör við Pettis sem sigraði eftir flott “liver kick”.

9. Chael Sonnen vs. Jon Jones – UFC 159

Chael Sonnen hefur verið duglegur að rífa kjaft við andstæðinga sína undanfarin ár. Hann hefur verið með eitt frumlegasta og kvikindislegasta “trash talk” síðustu ár. Þegar Sonnen mætti Jones var hann með miklar yfirlýsingar í fjölmiðlum og sagðist ætla að gjörsigra Jones en þeir höfðu einnig þjálfað andspænis hvor öðrum í TUF 17. Í bardaganum lét Jones verkin tala og gjörsamlega rústaði Sonnen í fyrstu lotu og sigraði hann með tæknilegu rothöggi eftir rúmlega fjórar mínútur í fyrstu lotu.

8. Vinny Magalhaes vs. Anthony Perosh – UFC 163

Fyrir bardagann var Magalhaes ekki að reyna að tala skít um andstæðinginn sinn þegar hann sagði að Perosh væri einfaldlega ömurlegur bardagamaður, þetta var bara hans skoðun. Magalhaes hafði svo lítið álit á Perosh að honum fannst hann ekki eiga heima í UFC ef hann myndi tapa fyrir Perosh. Þessi hroki í Magalhaes gerði honum ekki gott en hann var rotaður af Perosh eftir aðeins 14 sekúndur í fyrstu lotu. Eftir bardagann lagði Magalhaes hanskana á gólfið í búrinu sem er merki þess að menn ætli að hætta.

7. Dan Hardy vs. Carlos Condit – UFC 120

Dan Hardy talar alltaf mikinn skít um andstæðinga sína og var Carlos Condit engin undantekning. Á þessum tíma var Hardy nýlega búinn að tapa fyrir meistaranum sjálfum, George St. Pierre, eftir dómaraákvörðun og hugsanlega hefur egóið hans verið uppblásið. Hardy sagði Condit vera þroskaheftan fyrir að taka þennan bardaga við sig og sagði m.a. þetta við hann: “Welcome to England Carlos, I’m gonna knock you out, stamp your passport, and send you back home…I could close my eyes and throw a punch in any direction and it would still hit him in the face.” Condit rotaði Hardy með svakalegum vinstri krók í fyrstu lotu.

6. Antonio Rodrigo “Big Nog” Nogueira vs. Dave Herman – UFC 153

Áður en Big Nog og Dave Herman mættust sagði Herman að BJJ virkaði ekki. Herman átti ekki séns í Nogueira og tapaði að lokum með armbar í 2. lotu. BJJ maðurinn “tappaði” manninn sem sagði BJJ ekki virka, yndislegt að sjá.

5. Tito Ortiz vs. Ken Shamrock – allir þrír bardagarnir

Það er ótrúlegt að þessir menn skulu hafa barist þrisvar því Ortiz sigraði alla bardagana með yfirburðum. Þetta var á erfiðum tímum hjá UFC og var því auðvelt að selja þennan bardaga, sérstaklega þar sem báðir hötuðu hvorn annan. Fyrir alla þrjá bardagana talaði Ken Shamrock mikinn skít um Ortiz (og Ortiz sömuleiðis um Shamrock) sem var einfaldlega mun betri bardagamaður og sigraði alla þrjá bardagana. Hér fyrir neðan má sjá þegar Ken Shamrock hótar Tito öllu illu en uppskar ekkert nema hlátur frá Ortiz

4. Micheal Bisping vs. Dan Henderson – UFC 100

Bisping og Henderson elduðu saman grátt silfur sem þjálfarar í TUF: UK vs. USA raunveruleikaþáttaseríunni. Mikið skítkast fór fram á milli þeirra í þáttunum og lét Bisping þetta m.a. út úr sér fyrir bardagann: “I have been competing in martial arts tournaments and fights since I was eight years old, and I’ve never been knocked down, and I’ve never been knocked out – so if Dan Henderson thinks he’s going to stop me, he’s living in a dream world.” Eins og flestir muna rotaði Henderson Bisping með sinni frægu H-Bomb, en höggið má sjá hér að neðan.

3. Murilo “Ninja” Rua vs. Tony Bonello – EliteXC: Return of the King

Ninja Rua er eins og flestir vita yngri bróðir Shogun Rua en Ninja var öflugur í millivigtinni í EliteXC á sínum tíma. Það var kannski ekki mikið um skítkast milli Rua og Bonello í fjölmiðlum fyrir bardagann en þegar í búrið var komið var mikill kjaftur á Bonello. Bonello reif kjaft við Rua en var refsað fyrir það þar sem Rua rústaði Bonello í fyrstu lotu.

2. George St. Pierre vs. BJ Penn 2 – UFC 94

Fyrir bardagann talaði BJ Penn mikinn skít um veltivigtarmeistarann George St. Pierre. BJ sagðist vera tilbúinn til að deyja í búrinu og að hann myndi aldrei hætta. Hann gekk svo langt að segjast ætla að drepa St. Pierre. Svo fór sem svo að George St. Pierre rústaði BJ Penn sem hætti á stólnum eftir fjórðu lotu. Í myndbandinu hér fyrir neðan er búið að taka saman það besta úr kynningarmyndbandinu fyrir bardagann og setja við bardagann sjálfan. “To the death George, to the death…”

1. Anderson Silva vs. Chris Leben – Ultimate Fight Night 5

Þegar Anderson Silva barðist í fyrsta sinn í UFC grunaði fáum að Silva yrði sá allra besti í heimi og síst af öllum Chris Leben. Leben sagðist ætla senda Silva aftur til Japans þar sem samkeppnin væri auðveldari og sigra bardagann auðveldlega. Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðtal við Leben fyrir bardagann og bardagann sjálfan sem var afar stuttur þar sem Silva rotaði Leben eftir aðeins 49 sekúndur í fyrstu lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular