Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn - 5 bestu bardagar Anderson Silva

Föstudagstopplistinn – 5 bestu bardagar Anderson Silva

anderson belfortÍ tilefni af endurkomu eins besta bardagakappa í sögu MMA er Föstudagstopplisti vikunnar tileinkaður Anderson Silva. Rifjum upp bestu frammistöður hans á ferlinum.

Það fer ekki á milli mála að Anderson Silva fer í sögubækurnar sem einn sá allra besti sem stigið hefur fæti inn í búrið. Í mörg ár virtist hann vera ósigrandi þar sem hann hakkaði í sig hvern andstæðinginn á eftir öðrum. Hann mun keppa gegn Nick Diaz annað kvöld í æsispennandi bardaga og því er gaman að rifja upp af hverju hann er talinn vera sá besti í íþróttinni.

5. Dan Henderson gegn Anderson Silva – UFC 82

Henderson var þekktur fyrir að vera með grjótharða höku og öflugur glímukappi. Hann taldi sig vera með öll þau vopn sem þyrfti til að sigra meistarann. Þegar bjallann loksins hringdi virtist þetta vera rétt og Silva var í miklum vanda í fyrstu lotu. Henderson beitti glímugetu sinni til að halda Silva niðri mest alla fyrstu lotuna og náði nokkrum góðum höggum á Silva. Í annarri lotu náði Henderson að stjórna bardaganum í „clinchinu“ en skömmu síðar náði Silva nokkrum góðum og tókst að vanka Henderson. Silva náði Henderson svo í gólfið þar sem hann mýkti hann með höggum áður en hann náði bakinu hans og vann bardagann með „rear naked choke” hengingu. Bardagann má sjá hér að neðan í döprum gæðum.

https://www.youtube.com/watch?v=uOntF9wg6Ao

4. Vitor Belfort gegn Anderson Silva – UFC 126

Fyrir bardagann héldu margir að Belfort væri sá eini sem gæti ógnað Anderson standandi enda Belfort snöggur og kröftugur. Hvernig brást Silva við þessu? Með framsparki í andlitið! Enn þann dag í dag er þetta talið vera eitt ótrúlegasta rothögg í sögu UFC.

anderson silva vitor belfort rothögg

3. Forrest Griffin gegn Anderson Silva – UFC 101

Á leiðinni í búrið töldu margir að Griffin, sem þekktur var fyrir að vera með góða höku og að gefast aldrei upp, gæti valdið Silva vandræðum. Um leið og bjallan hringdi tók Silva yfir bardagann og gjörsamlega rústaði og niðurlægði Griffin. Eftir að hafa leikið sér með hann í smá tíma þá endaði hann bardagann með rothöggi. Eftir þennan bardaga var enginn vafi á því að Silva var einfaldlega á allt öðru stigi en allir aðrir í UFC.

https://www.youtube.com/watch?v=aWwdrb6Fft8

2. Chael Sonnen gegn Anderson Silva – UFC 117

Mikið var í húfi fyrir þennan bardaga – ekki aðeins beltið heldur heiðurinn hans Anderson Silva. Sonnen, sem frægastur er fyrir kjaftinn sinn, hafði aldrei brúkað jafn mikinn kjaft og fyrir þennan bardaga. Það hafði áhrif á meistarann enda hafði Silva aldrei verið jafn reiður út í neinn andstæðing áður. Sonnen hafði móðgað allt frá bardagastíl Silva til föðurlands hans. Þessir tveir gátu ekki beðið eftir því að komast í búrið. Það sem kom helst á óvart var að Sonnen skyldi standa við stóru orðin. Í fjórar lotur tuskaðist Sonnen með Silva, tók hann sífellt í jörðina og stjórnaði bardaganum algjörlega. Bardagaaðdáendur ætluðu ekki að trúa eigin augum. Þegar fimmta lotan var hálfnuð var öll von úti hjá aðdáendum Silva en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Silva að læsa „triangle armbar“ uppgjafartaki. Sonnen reyndi að verjast lásnum en Silva rétti úr handlegg hans og Sonnen gafst upp. Þetta sýnir og sannar að bardaginn er aldrei búinn fyrr en bjallan hringir.

andersons ubmits chael sonnen

1. Rich Franklin gegn Anderson Silva – UFC 64: Unstoppable

Á þessum tíma var Franklin einn af þeim bestu í íþróttinni og héldu flestir að hann myndi sigra Silva og halda beltinu sínu. Aftur á móti gerðu margir sér ekki grein fyrir hversu góður Anderson Silva var í Muay Thai „clinchinu“. Það tók ekki langan tíma fyrir Silva að ná yfirhöndinni í bardaganum. Hann raðaði inn hnjáspörkum í skrokkinn á Franklin sem fékk hann til að setja hendur sínar niður til að verja líkamann. Þetta gaf Silva tækifæri til að lenda kröftugum hnjáspörkum í andlit Franklins og tókst honum að ná einu slíku sem kláraði bardagann. Með Franklin liggjandi nefbrotinn á jörðinni hafði Silva tryggt sér beltið sem hann átti eftir að halda í mörg ár.

https://www.youtube.com/watch?v=RNHUYujY3Ps

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Silva vs Sonnen 1 er mest epic legendary bardagi ever. Og verður liklega ekki toppaður. Það er til stutt heimildar mynd sem gerð var fyrir bardagann, þar sem kemur fram að silva ætlaði að subba hann, og að hann fór í bardagann rifbeinsbrotinn. Legend

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular