spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 inngöngulög sem Gunnar ætti ekki að nota

Föstudagstopplistinn: 5 inngöngulög sem Gunnar ætti ekki að nota

Gunnar Nelson
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira á UFC 231 annað kvöld. Gunnar mun ganga inn í búrið undir tónum Kaleo eins og undanfarið og eru skiptar skoðanir á lagavali Gunnars.

Gunnar var fyrst um sinn með lagið Leiðin okkar allra með Hjálmum en fyrir bardagann gegn Albert Tumenov skipti hann yfir í Way Down We Go með Kaleo. Margir vilja sjá Gunnar fara aftur í gamla góða lagið með Hjálmum en þó eru mörg önnur lög sem Gunnar gæti vel notað. Hér eru þó fimm lög sem Gunnar ætti EKKI að nota.

5. Tvíhöfði – My Bitch

Þetta væri bara mjög skrítið lagaval þó það sé alltaf gaman að Gunnar kjósi íslenskt. UFC myndi sennilega koma í veg fyrir að Gunnar myndi labba undir þessum tónum. Væri samt gaman að sjá áhorfendur í Nova Scotia höllinni taka undir og syngja „I miss my bitch“.

4. War – Why can’t we be friends

Það er aldrei neinn óvinskapur á milli Gunnars og andstæðinga hans en þetta væri kannski aðeins of mikið og full vinalegt. Væri samt smá fyndið ef Gunnar myndi nota þetta ef hann væri að mæta andstæðingi eins og Colby Covington sem engum líkar vel við.

https://www.youtube.com/watch?v=5DmYLrxR0Y8

3. Pantera – The Great Southern Trendkill

Sumir bardagamenn vilja nota inngöngulög sem eru í harðari kantinum en Gunnar hefur aldrei verið þar. Það væri hreinlega skrítið að sjá Gunnar labba inn með svona lag þó um gott lag sé að ræða!

2. Nine Inch Nails – Closer

Annað gott lag en kannski smá skrítið að ganga í búrið undir orðunum „I wanna f**k you like an animal, I wanna feel you from the inside.” Kannski gæti það bara sett andstæðinginn úr jafnvægi og því ekki svo vitlaust?

1. Trabant – Nasty Boy

Þetta lagaval myndi sennilega toppa alla lista yfir skrítnustu inngöngulög allra tíma í MMA. UFC hefur alltaf úrslitavaldið þegar kemur að inngöngulögum bardagamanna og tæki Dana White sennilega ekki langan tíma að segja nei við þessu lagavali.

Gunnar gengur í búrið á morgun undir þessu frábæra Kaleo lagi og getum við vart beðið eftir að sjá hann labba í búrið eftir langa fjarveru. Þetta verður fjórði bardaginn sem Gunnar nota þetta lag sem inngöngulag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular