spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFöstudagstopplistinn: 5 ólíklegustu bardagamennirnir til að falla á lyfjaprófi

Föstudagstopplistinn: 5 ólíklegustu bardagamennirnir til að falla á lyfjaprófi

Lyfjamál og lyfjapróf hafa verið mikið í deiglunni á undanförnum vikum. Af því tilefni ætlum við að endurvekja Föstudagstopplistann og skoða þá sem eru ólíklegastir til að falla á lyfjaprófi að okkar mati.

Við getum aldrei vitað með fullri vissu hvort bardagamenn séu að nota frammistöðubætandi efni eða ekki. Það kæmi okkur þó verulega á óvart ef þessir myndu falla á lyfjaprófi. Þetta eru þó aðeins getgátur okkar sem byggja t.d. á ummælum neðangreindra bardagamanna eða líkamsbyggingu þeirra.

Það eru nokkrir sem hefðu getað komist á listann en á endanum völdum við þessa sem þá fimm ólíklegustu. Diaz bræðurnir eru mjög ólíklegir til að taka inn stera eða frammistöðubætandi efni en gætu alltaf fallið á lyfjaprófi eftir bardaga vegna marijúana reykinga.

Þá hefur Holly Holm verið oftast lyfjaprófuð í UFC af USADA en aldrei fallið og hefði hún hæglega getað komist á lista.

Demetrious Johnson

5. Demetrious Johnson

Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson þykir ólíklegur til að falla á lyfjaprófi. Notar ekki fæðubótarefni og lítur ekki út fyrir að vera á sterum eða öðrum efnum. Johnson er duglegur að streyma myndböndum af sér að spila tölvuleiki og í tvígang hefur USADA bankað upp á í miðri upptöku. Miðað við viðbrögð hans þegar USADA kemur óvænt í heimsókn hefur hann litlar sem engar áhyggjur af lyfjaprófum.

demian maia ufc 194
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

4. Demian Maia

Mikill heiðursmaður og þó Brasilíumenn séu oft með sterastimpil á sér þá teljum við það ólíklegt að hann falli á lyfjaprófi.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

3. Conor McGregor

Margir halda að Conor McGregor sé á frammistöðubætandi efnum en við teljum að svo sé ekki. Við vitum hvaða skoðanir John Kavanagh, yfirþjálfari hans, hefur á slíkum efnum og þeim sem nota þau. Kavanagh neitar að þjálfa þá sem nota slík efni og er afar harðorður í garð þeirra sem verða uppvísir að slíkri notkun. Það myndi líta ansi illa út ef hans þekktasti bardagamaður væri að nota frammistöðubætandi efni.

michael bisping

2. Michael Bisping

Millivigtarmeistarinn Michael Bisping hefur mætt ófáum mönnum sem hafa síðar fallið á lyfjaprófi. Hann er einn af þeim sem hefur talað mikið gegn þeim sem nota frammistöðubætandi lyf og væri það stór skellur ef hann af öllum myndi falla á lyfjaprófi.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

1. Gunnar Nelson

Þetta kæmi öllum á óvart. Við vitum samt að Gunnar notar ekki fæðubótarefni og er, líkt og Bisping, einn af þeim sem talað hefur hvað mest gegn frammistöðubætandi efnum. Líkurnar á að hann falli á lyfjaprófi eru ævintýralega litlar og er hann því að okkar mati ólíklegasti bardagamaðurinn til að falla á lyfjaprófi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular