spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Fimm bestu bardagamennirnir frá Norðurlöndum

Föstudagstopplistinn: Fimm bestu bardagamennirnir frá Norðurlöndum

MMA er alltaf að verða stærra og stærra á Norðurlöndunum en í föstudagstopplistanum ætlum við að skoða fimm bestu bardagamennina frá Norðurlöndunum. Svíþjóð er leiðandi í MMA senunni á Norðurlöndunum en Danmörk og Finnland fylgja þar á eftir. Keppnir í MMA hafa ekki enn verið haldnar á Íslandi eða í Noregi.

niklas backström
Backström klárar Niinimäki.

5. Niklas Backström – fjaðurvigt (8-0 (1))

Svíinn skemmtilegi kom inn í UFC með hvelli er hann sigraði óvænt Tom Niinimäki í maí á þessu ári. Niinimäki hefði að öllum líkindum verið í 5. sæti á þessum lista ef ekki hefði verið fyrir sigur Backström. Finninn Niinimäki var talinn mun sigurstranglegri fyrir bardagann en Backström lét sér fátt um finnast um stuðlana hjá veðbönkunum og sigraði eftir hengingu í 1. lotu. Þessi 25 ára bardagamaður berst næst þann 4. október gegn Mike Wilkinson. Backström æfir hjá All-Stars í Svíþjóð en það er einn fremsti bardagaklúbbur Evrópu um þessar mundir.

alessio-sakara-nicholas-musoke

4. Nicholas Musoke – veltivigt (12-3 (1))

Musoke hefur sigrað tvo bardaga og tapað einum á ferli sínum í UFC hingað til. Í hans fyrsta UFC bardaga mætti hann reynsluboltanum Alessio Sakara í millivigt en þrátt fyrir að vera í bullandi vandræðum og sleginn niður snemma í bardaganum náði hann að snúa taflinu við og sigraði eftir uppgjafartak í fyrstu lotu. Svíinn tapaði síðast gegn Kelvin Gastelum í jöfnum bardaga og gæti átt fína framtíð fyrir sér í UFC án þess þó að komast í titilbaráttu.

Martin-Kampmann

3. Martin Kampmann – veltivigt (20-7)

Daninn skemmtilegi er sem stendur í pásu frá íþróttinni eftir tap gegn Carlos Condit en hefur þó ekki lagt hanskana á hilluna. Hann hefur sigrað marga frábæra bardagamenn á borð við Thiago Alves, Jake Ellenberger og Rick Story en tapaði síðustu tveimur bardögum sínum (rothögg gegn Johny Hendricks og Carlos Condit). Ekki er ljóst hvenær Kampmann muni snúa aftur en þangað til einbeitir hann sér að þjálfun.

gunnar_UFC_dublin_fightNight_2014-2
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

2. Gunnar Nelson – veltivigt (13-0-1)

Gunnar Nelson þarf vart að kynna, ósigraður í MMA, 13 sigrar í röð, þar af fjórir í UFC. Strákurinn okkar er kominn ansi langt í MMA heiminum en gæti farið enn lengra. Hann berst næst þann 4. október gegn Rick Story í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í Stokkhólmi.

alexander-gustafsson-jon-jones
Gustafsson komst nálægt því að sigra meistarann.

1. Alexander Gustafsson – léttþungavigt (16-2)

Enn einn Svíinn á listanum en Svíþjóð er komið ansi framarlega í MMA í Evrópu. Eins og hinir Svíarnir á listanum æfir hann hjá All-Stars í Svíþjóð en einnig hjá Alliance MMA í San Fransisco. Hinn stóri og stæðilegi Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra léttþungavigtarmeistarann Jon Jones og átti upphaflega að mæta honum aftur í ár áður en Gustafsson meiddist á hnénu. Hann er án nokkurs vafa einn af þremur bestu léttþungavigtarmönnum heims þessa dagana en hann er aðeins 27 ára gamall og á bara eftir að verða betri.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular