spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Topp 5 bardagamenn sem börðust aldrei í UFC

Föstudagstopplistinn: Topp 5 bardagamenn sem börðust aldrei í UFC

Föstudagstopplistinn þessa vikuna snýr að fimm bestu bardagamönnunum sem aldrei börðust í UFC.

aoki-finger-2

5. Shinya Aoki

Shinya Aoki er sennilega einn skemmtilegasti glímumaðurinn utan UFC í dag. Hann er frábær gólfglímumaður og hefur sigrað 23 bardaga eftir uppgjafartök. Hann er á sama tíma ekki nálægt því að vera eins góður á öðrum vígvöllum bardagans og hefur aðeins sigrað einn bardaga eftir rothögg. Aoki er umdeildur en eftir að hann braut höndina á Mizuto Hirota gaf hann honum fingurinn. Aoki er þrítugur að aldri og berst í ONE FC í dag en hefur opinberlega lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á að semja við UFC.

igor

4. Igor Vovchanchyn

Úkraínski rotarinn Igor Vovchanchyn var frábær bardagamaður á sínum tíma. Þrátt fyrir að vera aðeins 173 cm á hæð barðist hann lengst af í þungavigt. Það aftraði honum ekki frá því að sigra 29 bardaga eftir rothögg. Hann barðist lengst af í Pride en þegar MMA í Japan stóð sem hæst var hann á seinni stigum ferils síns. Bestu árin sín átti hann sennilega frá 1997 til 1999 en þá var MMA ekki eins stórt.

askren

3. Ben Askren

Fyrrum Bellator meistarinn á sennilega nóg eftir af ferli sínum í MMA en samt virðist fátt benda til þess að hann muni nokkurn tímann berjast í UFC. Dana White, forseti UFC, hefur ekki mikið álit á Askren og þykir hann leiðinlegur. Askren er klárlega nógu góður til að eiga heima í UFC en hvort hann muni rata þangað í framtíðinni er ólíklegt. Að vísu snéri Josh Barnett aftur í UFC svo maður á kannski aldrei að segja aldrei?

Ricardo Arona

2. Ricardo Arona

Brasilíski tígurinn var upp á sitt besta í Pride þar sem hann sigraði frábæra bardagamenn á borð við Wanderlei Silva, Dean Lister og Alistair Overeem. Eftir að Pride lokaði dyrum sínum barðist hann aðeins einu sinni árið 2009 og er sennilega hættur. Hann talaði um að hann ætlaði að koma sér aftur í MMA og tryggja sér titil í UFC en ekkert hefur orðið af því. Hann hefur það þó fínt í dag þar sem hann býr á fallegri í strönd í Brasilíu og stundar brimbretti ásamt því að kenna BJJ.

FedorIceCream

 1. Fedor Emelianenko

Rússinn vinalegi er að margra mati einn besti bardagamaður allra tíma en barðist þrátt fyrir það aldrei í UFC. Hans bestu ár komu í Pride þar sem hann var þungavigtarmeistarinn. Eftir að Pride lagði upp laupana barðist hann í Strikeforce, Affliction og M-1 Global svo fátt eitt sé nefnt en aldrei lá leiðin til UFC. Samningaviðræður áttu sér stað á sínum tíma milli UFC og Emelianenko og föruneiti hans en samningar náðust aldrei. Rússinn hefur nú lagt hanskana á hilluna og þrátt fyrir orðróm þess efnis að Brock Lesnar berjist við Fedor Emelianenko hafi nokkrum sinnum komið upp er afar ólíklegt að af þeim bardaga verði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Mig langar svo mikið að sjá Askren koma inn í UFC. Það er brandari að Douglas Lima sé veltivigtarmeistari Bellator eftir að Askren notaði hann til að skúra gólfið.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular