spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslendingar sópuðu að sér verðlaunum á Copenhagen Open!

Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á Copenhagen Open!

copenhagen open

15 Íslendingar tóku þátt á Copenhagen Open mótinu sem fram fór í dag í brasilísku jiu-jitsu en keppt var í galla (gi). Árangurinn lét ekki á sér standa en Íslendingar hrepptu 10 verðlaun.

Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir keppa báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun og Halldór Logi silfur.

Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Inga Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en þau koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga.

Á morgun fer fram nogi hluti mótsins og verða Íslendingarnir í eldlínunni þar. Einnig er keppni hvítbeltinga í galla á morgun og eru nokkrir keppendur þar frá Íslandi. Góður dagur að baki hjá íslensku keppendunum og vonandi halda þau sigurgöngu sinni áfram á morgun.

Copenhagen open 2
Mynd: Oddur Páll
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular