Sunday, April 14, 2024
HomeForsíðaFótalásanámskeið BJÍ

Fótalásanámskeið BJÍ

Cezary StefańczukBJJ brúnbeltingurinn Cezary Stefańczuk mun halda námskeið hér á landi í mars. BJJ Samband Íslands (BJÍ) stendur fyrir námskeiðinu en Stefańczuk hefur náð gríðarlega góðum árangri í BJJ í Póllandi og er reglulega meðal efstu þriggja á stórum mótum.

Cezary Stefańczuk hefur sérhæft sig í fótalásum og er brúnbeltingur undir Braulio Estima. Stefańczuk hefur haldið námskeið um alla Evrópu og nú hefur BJÍ tryggt sér þjónustu hans.

Stefańczuk mun halda tvö námskeið í mars. Það fyrra fer fram laugardaginn 12. mars og er það hugsað fyrir hvítbeltinga og þá sem vilja fara í grunntæknina í fótalásum. Seinna námskeiðið fer fram sunnudaginn 13. mars og er það hugsað fyrir lengri komna. Nýliðar og lengra komnir geta skráð sig á báða dagana.

Dagurinn kostar 10.000 kr en ef keyptir eru báðir dagarnir er veittur 25% afsláttur. Hádegismatur frá Saffran er innifalinn.

Áhugasamir geta keypt miða á námskeið hér á Tix.is en námskeiðið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi, Smiðjuvegi 28.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular