0

Góður árangur hjá Eiði og Sigurvin á NAGA í Þýskalandi

Þeir Eiður Sigurðsson og Sigurvin Eðvarðsson úr Mjölni kepptu á NAGA glímumótinu í Þýskalandi á laugardaginn.

Mótið fór fram í Limburg í Þýskalandi og var bæði keppt í galla og án galla (nogi). Eiður keppti í efsta styrkleikaflokki (allir sem hafa æft í fimm ár eða meira) í -89,9 kg flokki. Eiður er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og náði fjórða sætinu í sínum flokki í nogi. Eiður þurfti hins vegar að sætta sig við tap í fyrstu umferð í gi og kemur heim reynslunni ríkari eftir fimm keppnisglímur.

Sigurvin Eðvarðsson, fjólublátt belti, keppti í -79,9 kg flokki í 30 til 35 ára aldursflokki í efsta styrkleikaflokki. Sigurvin hafnaði í 4. sæti í nogi en gerði vel í að ná bronsinu í gi.

Eiður og Sigurvin.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.