Grettismótið 2019 fer fram á laugardaginn í Mjölni. Keppt er í brasilísku jiu-jitsu í galla.
Þetta er í sjöunda sinn sem mótið er haldið. Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.
Í fyrra tóku þau Halldór Logi Valsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir opnu flokkana en hvorugt eru þau skráð á mótið í ár. Fyrri sigurvegarar opnu flokkana eru ekki skráð á mótið og verða því nýir sigurvegarar opnu flokkana í ár.
Rúmlega 30 keppendur eru skráðir til leiks frá þremur félugum. Mótið hefst kl. 11 laugardaginn 9. nóvember og kostar 500 kr. inn fyrir áhorfendur.