Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGSP játar svindl í bardaganum gegn Nick Diaz (í gríni)

GSP játar svindl í bardaganum gegn Nick Diaz (í gríni)

Georges St. Pierre var gestur í hlaðvarpi Joe Rogan á dögunum. Þar viðurkenndi hann í gríni að hann hefði svindlað í bardaganum gegn Nick Diaz.

Georges St. Pierre (GSP) mætti Nick Diaz á UFC 158 í mars 2013. GSP vann bardagann örugglega eftir dómaraákvörðun en eftir bardagann sakaði Diaz þáverandi veltivigtarmeistara um svindl. Diaz hélt því fram að GSP væri á sterum, að hann hefði ekki náð vigt og að vafningar hans undir hönskunum hefðu verið ólöglegir.

Þessar ásakanir komu aftur í sviðsljósið nú á dögunum þegar að Nate Diaz var orðaður við bardaga gegn GSP. Nick hélt áfram að saka GSP um ólögleg athæfi og hélt því einnig fram að GSP hefði eitrað fyrir sér fyrir bardagann.

Í hlaðvarpinu grínaðist GSP með ásakanirnar.

„Ég verð að viðurkenna Joe, ég verð að viðurkenna. Ég var svo hræddur við að berjast við Nick Diaz þannig að ég eitraði næringuna hans sem hann fékk beint í æð eftir vigtunina. En hann lifði það af svo ég var ennþá hræddari. Allt íþróttasambandið var á minni launaskrá þannig að við plötuðum alla í vigtuninni og ég náði vigt. En hann vildi ennþá berjast svo ég varð ennþá hræddari þannig að geimverurnar námu mig á brott og settu gamma geisla á mig til að auka styrkinn minn eins og Hulk, svona eins og sterar. En bardaginn átti samt að fara fram þannig að rétt fyrir bardagann sett ég gler og steypu í hanskana mína til að vera viss en samt átti ég erfiðan og harðan bardaga,“ sagði GSP og hló.

GSP var augljóslega að grínast með ásaknir Nick Diaz á hendur sér og sagði að ásaknir Diaz væru gjörsamlega sturlaðar. Þá sagði hann að samband Diaz og grasreykinga gætu spilað inn í hugmyndaflug Diaz.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular