Sunday, April 14, 2024
HomeForsíðaGunnar berst líklegast í Hollandi í maí

Gunnar berst líklegast í Hollandi í maí

Gunnar nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson er að horfa til UFC bardagakvöldsins í Hollandi þann 8. maí. Þetta segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.

Bardagakvöldið í Hollandi fer fram í Rotterdam sunnudaginn 8. maí. UFC hefur ekki staðfest neinn bardaga á bardagakvöldinu en búast má við að Gunnar verði ofarlega á bardagakvöldinu. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Hollands og þá mun UFC heimsækja Króatíu í fyrsta sinn í apríl.

Reikna má með að UFC setji þó nokkra evrópska bardagamenn á bardagakvöldið en þrír Hollendingar eru með samning við UFC í dag. Bardagaaðdáendur gætu fengið að sjá hollenska tröllið Alistair Overeem í aðalbardaga kvöldsins og þá má búast við að Stefan Struve fái bardaga á heimavelli.

Gunnar hélt til Dublin í morgun þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor líkt og kom fram á Vísi. McGregor mætir Rafael dos Anjos á UFC 196 þann 5. mars og mun Gunnar æfa með honum fram að bardaganum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular