Gunnar Nelson sigraði Albert Tumenov eftir hengingu í 2. lotu. Gunnar var viðstaddur blaðamannafundinn og fékk nokkrar spurningar.
Fyrir bardagann heyrðum við að því að Gunnar myndi ekki vefja á sér hendurnar eins og er skylda vanalega. Gunnar fékk leyfi til að berjast án vafninga undir hönskunum og spurðum við hann út í það.
„Ég vef aldrei á mér hendurnar. Mér langar að finna fyrir höndunum og finna fyrir andstæðingnum eins vel og hægt er. Ég hef aldrei fundið mikinn mun á því að nota vafninga enda aldrei brotið hendurnar mínar,“ sagði Gunnar.
Alistair Overeem skaut þá inn í; „ekki enn.“
„Ef þér finnst gott að vinna með höndunum færðu betri tilfinningu fyrir hvað þú ert að gera. Og mér finnst ég fá betri tilfinningu fyrir því sem ég er að gera þegar ég er ekki vafður. Myndi helst vilja berjast án hanska,“ sagði Gunnar að lokum og uppskar hlátraskoll.
“Ideally no gloves.” @GunniNelson on why he doesn’t wrap his hands #UFCRotterdam https://t.co/YQK0kiHpAp
— UFC (@ufc) May 8, 2016
Blaðamannafundinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan: