spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar á blaðamannafundinum: Myndi helst vilja berjast án hanska

Gunnar á blaðamannafundinum: Myndi helst vilja berjast án hanska

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson sigraði Albert Tumenov eftir hengingu í 2. lotu. Gunnar var viðstaddur blaðamannafundinn og fékk nokkrar spurningar.

Fyrir bardagann heyrðum við að því að Gunnar myndi ekki vefja á sér hendurnar eins og er skylda vanalega. Gunnar fékk leyfi til að berjast án vafninga undir hönskunum og spurðum við hann út í það.

„Ég vef aldrei á mér hendurnar. Mér langar að finna fyrir höndunum og finna fyrir andstæðingnum eins vel og hægt er. Ég hef aldrei fundið mikinn mun á því að nota vafninga enda aldrei brotið hendurnar mínar,“ sagði Gunnar.

Alistair Overeem skaut þá inn í; „ekki enn.“

„Ef þér finnst gott að vinna með höndunum færðu betri tilfinningu fyrir hvað þú ert að gera. Og mér finnst ég fá betri tilfinningu fyrir því sem ég er að gera þegar ég er ekki vafður. Myndi helst vilja berjast án hanska,“ sagði Gunnar að lokum og uppskar hlátraskoll.

Blaðamannafundinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular