spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar ekki á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 194?

Gunnar ekki á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 194?

Svo gæti farið að Gunnar Nelson verði ekki á aðalhluta bardagakvöldsins (e. main card) á UFC 194 í desember. Það þarf þó alls ekki að vera verra fyrir Gunnar.

Á heimasíðu UFC er bardagi Gunnars sá sjötti efsti en taka skal fram að röðunin á bardögunum er ekki staðfest. Á heimasíðu UFC stendur að uppröðunin eigi enn eftir að vera ákveðin.

Gera má ráð fyrir því að efstu þrír bardagarnir á heimasíðu UFC verði í þeirri röð sem þeir birtast þar. Bardagi McGregor og Aldo er síðasti bardagi kvöldsins og þar á undan er bardagi Chris Weidman og Luke Rockhold eins og áður hefur verið gefið út. Bardagi Yoel Romero og ‘Jacare’ Souza er þriðji síðasti bardagi kvöldsins en meiri óvissa ríkir um uppröðun næstu þriggja bardaga.

Aðalhluti bardagakvöldsins eru fimm bardagar og miðað við uppröðunina á heimasíðu UFC verður bardagi Stephens og Holloway á aðalhlutanum sem og bardagi Waterson og Torres. Því ætti bardagi Gunnars og Maia að vera síðasti upphitunarbardagi kvöldsins (e. prelims).

Síðasti bardaginn áður en aðalhluti bardagakvöldsins byrjar er yfirleitt ágætlega stór bardagi. Til að mynda hefur Urijah Faber tvívegis verið í því plássi og verið sáttur með það. Sá bardagi fær jafnan mikla kynningu á Fox Sports 1 þar sem fjórir upphitunarbardagar eru sýndir. Síðasti bardaginn er svo kallaður „main feature“ og væri það flott kynning fyrir Gunnar á Bandaríkjamarkaði. Fleiri horfa á upphitunarbardagana heldur en aðalhluta bardagakvöldsins þar sem upphitunarbardagarnir eru í opinni dagskrá á meðan borga þarf sérstaklega fyrir aðalhlutann (Pay Per View). Það útskýrir hvers vegna Faber er sáttur með að vera í því plássi.

UFC setur alltaf áhugaverðan bardaga í þetta pláss þar sem sá bardagi á auðvitað að hvetja fólk til að kaupa aðalhluta bardagakvöldsins.

Eins og staðan er núna eru þetta allt vangaveltur en staðfest uppröðun kemur í ljós síðar í mánuðinum.

ufc 194 card

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular