spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson: Er ekki smeykur við að fara í jörðina með Maia

Gunnar Nelson: Er ekki smeykur við að fara í jörðina með Maia

Gunnar Nelson mætir Demian Maia á UFC 194 þann 12. desember. Þetta verður stærsta prófraun Gunnars hingað til en við spjölluðum við hann um bardagann, UFC 194 og Harley Havidson hjólið fræga.

„Það væri brilliant að taka hann og klára hann niðri, það væri hrikalegt statement. Mér er svo sem alveg sama hvort ég klári hann uppi eða niðri, ég ætla bara að klára bardagann og gera það almennilega,“ segir Gunnar Nelson um bardagann gegn Demian Maia. Maia er einn besti gólfglímumaður heims og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartak í MMA.

Maia: Gunnar er frábær bardagamaður

Gunnar sýndi frábær tilþrif standandi í sínum síðasta bardaga gegn Brandon Thatch er hann kýldi Thatch niður. En sér Gunnar einhverjar opnanir standandi gegn Maia sem hann gæti nýtt sér? „Það er klárt mál að Maia er betri í jörðinni en standandi og maður sér alveg opnanir standandi sem ég held að geti nýst mér mjög vel, sérstaklega þar sem ég er ekkert smeykur við að fara í jörðina með honum. Á meðan að allir sem fara á móti honum hugsa svo mikið um að lenda ekki í jörðinni einhvern veginn og eiga erfitt með að ná höggum á hann og gengur ekki jafn vel standandi á móti honum samanber Anderson Silva og Rory MacDonald í bardaga þeirra.“

Gunnar Nelson fékk Harley Davidson hjól að gjöf frá Dana White, forseta UFC, eftir bardagann gegn Thatch síðasta sumar. Hjólið er þó ekki enn komið til Íslands. „Nei Harley-inn er ekki kominn heim ennþá. Við þurfum nú að fara að drullast til að setja hann í gám og senda.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular