Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson farinn til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram

Gunnar Nelson farinn til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram

Gunnar Nelson Dublin
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson hélt til Dublin í morgun þar sem lokaundirbúningur fyrir bardagann gegn Alan Jouban fer fram. Gunnar mætir Jouban á UFC bardagakvöldinu í London þann 18. mars.

Rúmar tvær vikur eru í bardagann og mun Gunnar dvelja í Dublin þar til hann ferðast til London þar sem bardaginn fer fra. Gunnar mun æfa hjá SBG í Dublin líkt og hann hefur gert allan ferilinn undir handleiðslu John Kavanagh.

Með Gunnari í för voru bardagabræðurnir Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson en þeir munu æfa hjá SBG í Dublin í 12 daga. Þór mætir Alan Procter á FightStar bardagakvöldinu í London þann 22. apríl.

Hjá SBG í Dublin eru yfir 30 bardagamenn þar sem eiga bardaga í vændum núna. Það verða því margir hungraðir bardagamenn á dýnunum á næstu vikum og góður staður fyrir strákana að vera á.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular