spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson kominn á topp 10 í veltivigtinni

Gunnar Nelson kominn á topp 10 í veltivigtinni

Eftir nýjasta styrkleikalista UFC hefur Gunnar Nelson farið upp um eitt sæti og er nú í 10. sæti. Nokkrar breytingar áttu sér stað á listanum eftir bardaga helgarinnar.

Styrkleikalistinn er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn og kemur nýr listi nokkrum dögum eftir hvern viðburð UFC. Þar raða fjölmiðlamenn 15 bestu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

Johny Hendricks mætti Neil Magny á UFC 207 síðasta föstudag en Hendricks tapaði eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga. Þetta var þriðja tap Hendricks í röð og dettur hann niður um fimm sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar. Það eru því nokkrir bardagamenn sem færast upp um sæti á listanum og þar á meðal er Gunnar.

Hendricks gaf það út eftir að honum mistókst að ná veltivigtartakmarkinu enn einu sinni fyrir UFC 207 að hann myndi fara upp í millivigt eftir bardagann. Hann mun því að öllum líkindum hverfa af listanum þegar hann hefur barist í millivigt.

Dong Hyun Kim sigraði Tarec Saffiedine um helgina og fer hann upp um tvö sæti og er kominn í 7. sæti.

Fyrir helgina var Dominick Cruz mjög ofarlega á pund fyrir pund listanum. Eftir sigur Cody Garbrandt á Cruz hefur sá fyrrnefndi skotist upp í 5. sætið á pund fyrir pund listanum. Þá datt Ronda Rousey niður í 4. sæti í bantamvigtinni eftir tapið gegn Amöndu Nunes um helgina en listann í heild sinni má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular