spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHrólfur Ólafsson: Get gert svo mikið betur

Hrólfur Ólafsson: Get gert svo mikið betur

hrólfur Ólafsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Við höldum áfram að birta viðtöl við keppendurna átta sem kepptu á Evrópumótinu á dögunum. Næstur er Hrólfur Ólafsson en hann er ákveðinn í að sýna að hann geti gert mun betur en hann sýndi á mótinu.

Hrólfur Ólafsson var einn af átta Íslendingum úr Mjölni sem keppti á Evrópumótinu á dögunum. Hrólfur mætti Norðmanninum Marius Hakonsen og var bardaginn afar jafn. Því miður sigraði Norðmaðurinn bardagann að mati tveggja dómara. Hrólfur tapaði því eftir klofna dómaraákvörðun og voru ekki allir sammála ákvörðun dómarans.

„Þegar bardaginn kláraðist fannst mér ég hafa unnið en leið samt smá illa því mér fannst ég ekki hafa staðið mig eins vel og ég hefði getað,“ segir Hrólfur um bardagann.

„Upllifunin mín í bardaganum var svolítið skrítin því hann var svo stór og faðmlangur og ég átti erfitt með að nota strikingið mitt og notaði þess vegna meira wrestling en ég er vanur. Svo þegar við komum í jörðina var erfitt að ná inn miklu ground and pound og komast í betri stöður því hann var mjög góður frá botninum.“

Þetta er fyrsta tap Hrólfs í MMA og var þetta gríðarlega lærdómsrík reynsla fyrir hann. „Þessi bardagi var sá lærdómsríkasti fyrir mig hingað til. Það var mjög gaman að fara allar þrjár loturnar en ég veit núna að í framtíðinni verð ég að blanda öllu betur upp, sérstaklega í seinustu lotunni því hann vissi alveg hvað planið mitt var og varðist því mjög vel.“

hrólfur Ólafsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Fram að mótinu hafði Hrólfur klárað báða bardaga sína í MMA, þann fyrri í fyrstu lotu og þann seinni í 2. lotu. Hrólfur hefur áður talað um að hann langaði að prófa að fara í þriggja lotu stríð og fékk hann að upplifa það á mótinu. „Ég hef vissulega talað um það áður að vilja fá harðan þriggja lotu bardaga til að fá sem mesta reynslu og sjá hvað ég þarf að vinna í, en það var ekki hugsunin á þessu móti. Ég vildi helst klára alla bardaga og vera sem mest heill í skrokknum. En þrátt fyrir að hafa tapað græddi ég helling á þessum bardaga og er sáttari að hafa dottið út eftir erfiðan þriggja lotu bardaga frekar en að vera kláraður.“

„Það er svo mikið sem ég get tekið með mér frá þessu móti og er ég strax farinn að skipuleggja nýja æfingarútínu til að bæta í holurnar sem mér fannst ég finna. Annað sem ég komst að er hvað Mjölnir er með rosalega góðan standard á tækni og virkum æfingum og fannst mér þjálfararnir okkar vera með lang bestu upphitunina og umönnun fyrir okkur.“

Þetta var annar bardagi Hrólfs á árinu en hann snéri til baka í maí eftir krossbandsslit sem héldu honum frá keppni í tvö ár. En hvað er framundan? „Ég er ekki enn búin að ákveða hvað er framundan. Mig langaði rosalega í atvinnumennsku eftir þetta mót en þá var ég alveg handviss að mér myndi ganga mun betur á mótinu. Sjáum bara hvaða keppnir verður stefnt á og ég hugsa að ég stökkvi strax á þá næstu hvort sem það verður amateur eða pro. Mig langar bara rosalega að komast aftur inn í búrið og sýna sjálfum mér að ég get gert svo mikið betur.“

Hrólfur er greinilega staðráðinn í að gera betur og óskum við honum góðs gengis í komandi bardögum. Við skulum leyfa honum þó að eiga lokaorðin. „Mig langar að nota tækifærið og þakka fyrir allan stuðninginn sem ég fékk frá öllum hérna heima. Mjölnir, Óðinsbúð, Vegamót, Ginger, Keppnisliðið og þjálfarar, takk!“

Sjá einnig:

Sunna Rannveig: Óraunverulegt að standa á verðlaunapallinum 

Bjarki Ómarsson: Langar strax aftur út að keppa

Pétur Jóhannes: Er að þessu til að skora á sjálfan mig

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular