Wednesday, May 1, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC 246? Hvenær berst Conor?

Hvenær byrjar UFC 246? Hvenær berst Conor?

UFC 246 fer fram í nótt! Þeir Conor McGregor og Donald Cerrone mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3 í nótt (aðfaranótt sunnudags). Conor og Cerrone eru í síðasta bardaga kvöldsins og ættu því að hefjast á milli 4:45 og 5:30 í nótt. Það veltur allt á hve snemma bardagarnir á undan klárast.

Áskrifendur á Fight Pass rás UFC geta horft á alla upphitunarbardagana frítt en greiða þarf sérstaklega fyrir aðalhluta bardagakvöldsins. Svona lítur dagskrá kvöldsins út.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Veltivigt: Conor McGregor gegn Donald Cerrone
Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington
Þungavigt: Aleksei Oleinik gegn Maurice Greene
Bantamvigt: Brian Kelleher gegn Ode Osbourne
Léttvigt: Anthony Pettis gegn Carlos Diego Ferreira  

ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi gegn Maycee Barber
Fjaðurvigt: Andre Fili gegn Sodiq Yusuff
Fluguvigt: Tim Elliott gegn Askar Askarov
Léttvigt: Drew Dober gegn Nasrat Haqparast

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Léttþungavigt: Aleksa Camur gegn Justin Ledet
Fluguvigt kvenna: Sabina Mazo gegn JJ Aldrich

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular