UFC er með gott bardagakvöld í nótt í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Alexander Rakic og Anthony Smith.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Allir bardagarnir verða aðgengilegir á Fight Pass rás UFC og þá verður aðalhluti bardagakvöldsins sýndur á ViaPlay með erlendum lýsendum.
Aðalbardagi kvöldsins er mikilvægur bardagi í léttþungavigtinni. Báðir eru að koma af tapi en eru ekki langt frá titilbardaga. Hinn bardaginn í léttþungavigtinni, Cutelaba gegn Ankalaev, verður einnig áhugaverður þar sem fyrri bardagi þeirra endaði með umdeildum hætti.
The controversial stoppage from every angle!
— UFC (@ufc) August 28, 2020
⏮ We run Akalaev-Cutelaba back tomorrow on ESPN+ pic.twitter.com/WNSRSnHGgs
Robbie Lawler berst sinn fyrsta bardaga í rúmt ár en hann mætir Neil Magny. Mallory Martin, sem Sunna Rannveig sigraði árið 2016, mætir Hannah Cifers í sínum öðrum bardaga í UFC og verður gaman að sjá hvort hún nái sínum fyrsta sigri í UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Léttþungavigt: Anthony Smith gegn Aleksandar Rakić
Veltivigt: Robbie Lawler gegn Neil Magny
Fluguvigt kvenna: Ji Yeon Kim gegn Alexa Grasso
Fjaðurvigt: Ricardo Lamas gegn Bill Algeo
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev gegn Ion Cuțelaba
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:
Millivigt: Maki Pitolo gegn Impa Kasanganay
Millivigt: Alessio Di Chirico gegn Zak Cummings
Hentivigt (151 pund*): Alex Caceres gegn Austin Springer
Veltivigt: Sean Brady gegn Christian Aguilera
Fluguvigt kvenna: Polyana Viana gegn Emily Whitmire
Hentivigt (117 pund**): Mallory Martin gegn Hannah Cifers
*Springer náði ekki vigt
**Cifers náði ekki vigt