spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvernig lítur Vitor Belfort út án TRT?

Hvernig lítur Vitor Belfort út án TRT?

Um helgina mætast þeir Vitor Belfort og Chris Weidman um millivigtartitilinn. Bardaginn fer fram á UFC 187 en þetta verður fyrsti bardagi Belfort án hinnar umdeildu TRT meðferðar.

Loksins mun bardaginn milli þeirra fara fram. Upphaflega áttu þeir að mætast sumarið 2014 en eftir að Vitor Belfort fékk ekki leyfi til að berjast frá Íþróttasambandi Nevada kom Lyoto Machida í hans stað. Bardaginn átti svo að fara fram í desember í fyrra en Chris Weidman meiddist og var bardaganum frestað til 28. febrúar. Aftur meiddist Weidman og var bardaganum enn einu sinni frestað og í þetta sinn til 23. maí. Weidman hefur ekki meiðst enn (7, 9, 13) og allt bendir til að bardaginn fari loksins fram um helgina.

Allan þennan tíma hefur Vitor Belfort ekkert barist. Hinn 38 ára Belfort barðist síðast í nóvember 2013 er hann rotaði Dan Henderson.

Síðan þá hefur TRT, Testosterone Replacement Therapy, verið bannað í UFC og í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Á þeim tíma sem Belfort notaði TRT var hann einn ógnvænlegasti bardagamaður heims og leit virkilega vel út í búrinu. Hann sigraði Micheal Bisping, Luke Rockhold og Dan Henderson og kláraði þá alla með svakalegum rothöggum.

vitor haus
Belfort á TRT.

Nú er öldin önnur þar sem Vitor Belfort er án TRT og spyrja margir sig hvernig hann muni koma til leiks í þetta sinn. Af myndunum að dæma hefur hann rýrnað talsvert eftir að hafa hætt á meðferðinni. Hann lítur ekki lengur út eins og tæpasti maður heims heldur einfaldlega eins og 38 ára íþróttamaður myndi líta út.

vitor bla

Hann er farinn að líta út eins og hann leit út áður en hann byrjaði á meðferðinni. Hér má sjá mynd af honum áður en meðferðin hófst.

vitor old

Hér má svo sjá aðra mynd af Vitor Belfort. Sú vinstri er áður en hann byrjaði í meðferðinni og sú hægri á meðan hann var í meðferðinni.

vitor samanburður 2

Það er alltaf erfitt að bera saman myndir sé tekið tillit til lýsingar og hvað var að gerast á augnablikinu þegar myndin var tekin og því skal taka samanburðinum með ákveðnum fyrirvara.

Ef við skoðum svo myndir af honum í dag á UFC heimasíðunni miðað við eldri myndir af honum af heimasíðu UFC er eins og Belfort í dag sé eldri og minni bróðir TRT-Belfort.

vitor samanburður ufc myndir

Hér að neðan eru svo fleiri myndir af Belfort, með og án TRT.

vitor trt
Á meðan hann var á TRT.
vitor trt 2
Á meðan hann var á TRT.
vitor samanburður
Til vinstri er Belfort á TRT en til hægri var hann án TRT.
vitor nytt
Nýleg mynd af honum þar sem hann er ekki á TRT.

Það er erfitt að gera samanburð einungis á myndum. Af myndunum að dæma lítur Vitor Belfort öðruvísi út en það þarf ekki endilega að hafa áhrif á frammistöðu Belfort. Hvort að skortur á TRT muni hafa eitthvað með úrslit bardagans skal ósagt látið en það er gaman að skoða muninn á myndunum af Belfort.

Hver veit, kannski kemur Belfort jafn sterkur til leiks líkt og hann hefur gert í síðustu bardögum og sigrar Weidman – án TRT. Það mun tíminn aðeins leiða í ljós en bardagi þeirra fer fram á UFC 187 á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Með fullri virðingu fyrir Belfort þá er hann búin að vera svindla á kerfinu í mörg ár, eins og þú segir þá er hormónakerfið hjá honum í fucki eftir alla þessa steranotkun maður sér meira segja á honum þegar hann var 18 ára á ufc 12 að hann var á sterum, ég vona og ég veit að Weidman er erftir að refsa honum fyrir þetta allt saman og dominatea hann, ég segi að hann klári hann í 2 eða 3 lotu submittar hann.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular