spot_img
Saturday, November 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvernig varð ADCC til?

Hvernig varð ADCC til?

ADCC-602x401ADCC er stærsta glímumót heims í dag. Keppt er í uppgjafarglímu og er öllum bestu glímumönnum heims boðið á þetta móti. Gunnari Nelson hefur tvisvar verið boðið á þetta mót og keppt með góðum árangri. En hvernig byrjaði þetta stærsta glímumót heims?

Sagan byrjar árið 1995 þegar Sheikh Tahnoon Bin Zayed Al Nahyan, þá háskólanemi í Kaliforníu, byrjaði að æfa brasilískt jiu-jitsu hjá Nelson Montero í Encinitas rétt norðan við San Diego. Nelson þekkti unga mannin bara sem Ben. Þegar kom að heimför Ben sagði hann þjálfara sínum hver hann í raun væri, prins frá Abu Dhabi og sonur konungs Sameinuðu Arabísku Furstadæmana. Ben bauð honum að koma með sér til Abu Dhabi og gera BJJ stórt þar.

Þeir stofnuðu Abu Dhabi Combat Club þar sem heimamenn og ferðalangar gátu komið og æft BJJ og MMA, fyrsta sinnar tegundar í Mið-Austurlöndum. Sheikh Tahnoon vildi hins vegar fjárfesta í MMA og sá framtíðina fyrir sér í MMA. Árið 1997 ákvað Sheikh Tahnoon að fjármagna Pentagon Combat, sex bardaga kvöld sem haldið var í höfuðborg Brasilíu. Mörg stór nöfn tóku þátt þetta kvöld á borð við Murilo Bustamante (verðandi UFC meistari og yfirþjálfari Brazilian Top Team), Ricardo Morais, Oleg Taktarov, Sean Alvarez (einn af nemendum Nelson Monteiro), Marcelo Tigre og aðalbardagi kvöldsins, Renzo Gracie gegn Eugenio Tadeu.

Bardagi Gracie og Tadeu átti að bera til grafar í eitt skipti fyrir öll deilur milli Gracie fjölskyldunar og Luta Livre glímuíþróttarinnar. Bardaginn endaði með uppþotum í áhorfendapöllunum, byssuskotum og hnífsstungum. Renzo Gracie lýsir þessu listarlega í heimildarmynd sinni Legacy.

shjeikUppþotin urðu til þess að MMA tók mörg skref aftur á bak í Brasilíu og faðir Sheikh Tahnoon vildi ekki halda viðlíka viðburð í sínu landi. Eftir að hafa hugsað málin komust menn að þeirri niðurstöðu að uppgjafarglímumót væri eitthvað sem hægt væri að framkvæma. Þeir myndu bjóða bestu glímumönnum heims að taka þátt og kölluðu mótið ADCC, eftir glímufélaginu sínu.

Fyrsta mótið átti sér stað 1998 þar sem Renzo Gracie‚ Mario Sperry, Ricco Rodriguez og fleiri góðir tóku gullverðlaun. ADCC varð fljótt aðal glímukeppnin í heiminum og margir á því að ADCC sé raunveruleg heimsmeistarakeppni í uppgjafarglímu.

Sheikh Tahnoon lét ekki þar við liggja. Í dag og síðan 2008 heftur BJJ verið partur af námsskrá skólabarna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Auk þess keypti hann 10% hlut í Zuffa, eiganda UFC árið 2010. UFC 112 var haldið í Abu Dhabi til að fagna þessum áfanga og hver annar en Renzo Gracie mætti aftur í búrið.

Það er skemmtilegt að eitthvað sem átti ekki að verða neitt annað en málamiðlun hafi orðið að mikilvægasta glímumóti í heimi! ADCC mótin eru nú haldin annað hvert ár og kláraðist seinasta mót núna um síðastliðina helgi, í Peking í Kína.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular