Sænski bardagamaðurinn Ilir Latifi sat fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær en hann mætir Pólverjanum Jan Blachowicz á laugardagskvöldið. Ilir Latifi ræddi við MMA Fréttir um bardagann og hans mikla vinskap við Gunnar Nelson.
Latifi virtist leiðast nokkuð í viðtölunum þangað til talið barst að Gunnari Nelson. Þá lifnaði heldur betur yfir honum og hann talaði um vinskapinn milli þeirra. Latifi barðist sinn fyrsta MMA bardaga á Adrenaline 3 bardagakvöldinu í Danmörku þann 6. september en á sama bardagakvöldi barðist Gunnar Nelson einnig sinn fyrsta MMA bardaga.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023