Saturday, May 18, 2024
HomeForsíðaÍslendingar berjast í Doncaster - hlekkur á streymi hér

Íslendingar berjast í Doncaster – hlekkur á streymi hér

Fjórir Íslendingar keppa á Caged Steel FC 21 bardagakvöldinu nú í kvöld. Það styttist í fjörið núna en hægt er að horfa á strákana keppa í beinni útsendingu.

Strákarnir keppa allir fyrir hönd RVK MMA en fyrsti bardagi hefst nú kl. 18:30 á íslenskum tíma.

Fyrstur af Íslendingunum er Aron Kevinsson en hann mætir Andy Green í veltivigt í 3. bardaga kvöldsins. Næstur á svið er Benedikt Gabríel Benediktsson en hann mætir James Power í veltivigt í 6. bardaga kvöldsins. Í 11. bardaga kvöldsins fáum við svo Þorgrím Þórarinsson en hann mætir Matt Hodgson um millivigtartitil áhugamanna í bardagasamtökunum. Að lokum er það svo Magnús ‘Loki’ Ingvarsson sem mætir Percy Hess í léttvigt en það er 14. bardagi kvöldsins. Magnús er sá eini sem keppir atvinnubardaga en aðrir eru að keppa áhugamannabardaga.

Hægt er að kaupa aðgang að streymi á tæp 6,95 pund (988 ISK) hér og er hægt að kjósa um hvaða bardagamaður á að fá hluta af tekjunum sem koma af streyminu. Hér að neðan má svo sjá uppröðun bardaga kvöldsins.

*Uppfært*

Streymið er mjög hægt en fyrsti bardagi var að klárast.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular