Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJoe Rogan talar hreinskilningslega við Brendan Schaub

Joe Rogan talar hreinskilningslega við Brendan Schaub

UFC lýsandinn Joe Rogan var gestur í hlaðvarpi þungavigtarmannsins Brendan Schaub og grínistans Bryan Callen. Callen og Rogan voru afar hreinskilnir við Schaub og sögðu hann einfaldlega ekki vera nægilega góðan til að berjast við þá bestu í UFC.

Brendan Schaub tapaði fyrir Travis Browne á UFC 181 um helgina en þetta var fjórða tap Schaub eftir rothögg á ferlinum. Joe Rogan og Callen eru báðir miklir vinir Schaub og sögðu honum hreint út að hann væri ekki nægilega góður til að sigra þá bestu. Þeir hafa áhyggjur yfir því að vinur þeirra sé að fá of mikinn heilaskaða með þessum rothöggum og hann muni aldrei komast á toppinn. Brot úr hlaðvarpinu má heyra hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=likZDGUNRrY#t=210

Það er margt áhugavert við þessa klippu. Joe Rogan kemur með mjög góða punkta um af hverju hann telur að Schaub geti ekki sigrað þá bestu. Þarna sést aftur á móti þessi ofurtrú á sjálfum sér sem Schaub hefur – nokkuð sem allir íþróttamenn verða að hafa. Rogan segir að Cain Velasquez færi létt með Schaub í ólympískri glímu en Schaub er ósammála því. Hann er líklegast eini maðurinn í heiminum sem telur að hann geti staðið í Velasquez í ólympískri glímu – hann hefur það mikla trú á sjálfum sér. Annað dæmi er að Rogan telur að ef Browne og Schaub myndu mætast aftur myndi Browne vinna en Schaub telur að dæmið gæti snúist við og hann gæti sigrað Browne næst.

Þarna erum við með íþróttamann í fremstu röð sem er samt ekki nægilega góður til að komast meðal þeirra allra bestu en Schaub sjálfur trúir því innilega að hann geti komist þangað. Þetta er það sjálfstraust sem íþróttamenn verða líklegast að hafa til að komast í fremstu röð, ofurtrú á sjálfum sér. Raunveruleikinn er sá að Schaub er einfaldlega ekki nógu góður bardagamaður og á líklegast eftir að vera rotaður aftur á ferlinum.

Rogan og Callen vilja að Schaub leggi hanskana á hillaun. Hvort Schaub verði við því er óljóst en áheyrnin var engu að síður gríðarlega áhugaverð. Það er ekki oft sem bardagaaðdáendur fá að heyra svona heiðarleg samtöl. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan þar sem Rogan og Callen tala talsvert meira um framtíð Schaub í MMA.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular