spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohn Kavanagh: Ekki í nokkrum vafa um að Gunni geti orðið meistari

John Kavanagh: Ekki í nokkrum vafa um að Gunni geti orðið meistari

John KavanaghJohn Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, telur að Gunnar geti fetað í fótspor liðsfélaga síns Conor McGregor og orðið meistari í UFC. Þetta segir Kavanagh í nýlegu viðtali.

Gunnar mætir Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam þann 8. maí. Tumenov er í 13. sæti á styrkleikalista UFC og hefur sigrað fimm bardaga í röð í UFC eftir að hafa tapað í frumraun sinni í bardagasamtökunum.

„Þetta verður frábær bardagi og gott tækifæri fyrir Gunnar að komast aftur á meðal þeirra bestu,“ segir Kavanagh.

„Fólk segir þetta vera ólíka stíla sem mætast, sparkboxari gegn glímumanni, en ég myndi frekar segja þetta vera sparkboxari gegn bardagamanni sem er góður á öllum vígstöðum bardagans. Hæfileikar Gunnars falla stundum í skuggann á frábærri glímugetu hans en Gunni getur unnið bardagann á öllum vígstöðum.“

Gunnar tapaði sínum síðasta bardaga gegn Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Tapið hefur ekki dregið úr væntingum Kavanagh til Gunnars og telur Írinn að hann geti orðið meistari í UFC.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að Gunni geti orðið meistari. Hann er enn sterkari eftir tapið gegn Demian Maia. Þetta gekk ekki síðast en Gunni lærði þetta kvöld að hann getur lifað af nánast hvað sem er. Þetta var dýrmæt reynsla og nú er kominn tími til að snúa aftur. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaginn gegn Brandon Thatch og að niðurstaðan verði ekki ósvipuð,“ sagði Kavanagh að lokum.

Brandon Thatch er hættulegur sparkboxari líkt og Albert Tumenov. Þegar Gunnar mætti Thatch sló hann sparkboxarann niður sem kom mörgum á óvart. Það verður því gaman að sjá hvort Gunnar geti leikið það eftir gegn hinum hættulega Tumenov í maí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular