spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJón Viðar: Gunnar mun byrja hart og mjög snemma gegn Jouban

Jón Viðar: Gunnar mun byrja hart og mjög snemma gegn Jouban

Gunnar og Jón Viðar. Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Við ræddum við Jón Viðar Arnþórsson, forseta Mjölnis og einn af þjálfurum Gunnars, um bardagann.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London á laugardaginn. Gunnar hefur ekkert barist síðan hann vann Albert Tumenov í maí. Bardaginn var hans besta frammistaða hingað til og kláraði Gunnar bardagann með hengingu í 2. lotu.

Gunnar var aggressívur strax frá fyrstu mínútu en það er eitthvað sem við höfum ekki oft séð frá Gunnari. Hvers vegna sótti Gunnar svona vel strax? „Við hituðum rosa vel upp og reyndum að koma honum í gang. Hann hefur átt það til að komast seint af stað. Það hefur verið partur af þessu og svo er hann alltaf að verða öruggari og öruggari standandi,“ segir Jón Viðar um Tumenov bardagann.

„Gunni er alltaf að bæta sig standandi. Hann mun örugglega byrja svipað og gegn Tumenov. Byrja hart og mjög snemma. Það er svolítið hans stíll núna, að taka á því í byrjun.“

Alan Jouban er með bakgrunn í Muay Thai og er með góð spörk. Eitt af hans vopnum eru lágspörk í lærin en það er nokkuð sem við höfum ekki séð Gunnar verja mikið. Er það veikleiki sem unnið hefur verið að laga fyrir þennan bardaga?

„Ég sparkaði nokkrum sinnum í löppina á honum bara í gær [þriðjudag] og hann eiginlega checkaði [varði með sköflungnum] þau öll. Hann er góður að checka, sérstaklega þegar hann er í spegli, stendur á móti southpaw [örvhent staða]. Jouban mun ekki ná mörgum þannig, hann mun lenda í sköflungunum á honum oft og mun meiða sig ef hann ætlar að sparka í lærið á honum.“

Gunnar skiptir reglulega um fótastöður í bardaga og er annað hvort í rétthentri stöðu (orthodox) eða örvhentri (southpaw). Jouban er í örvhentri stöðu og telur Jón Viðar að það henti Gunnari vel. „Gunni elskar spegilinn. Hvort sem hann er southpaw eða hinn, að vera þá í spegli við hinn gæjann. Ef Jouban er southpaw þá mun Gunni vilja verða orthodox.“

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Til að undirbúa sig fyrir karate stíl Gunnars hefur Jouban verið að æfa með Machida bræðrunum, Lyoto og Chinzo Machida. Lyoto hefur lengi barist í UFC og var meðal annars léttþungavigtarmeistari UFC árið 2009. Mun það hjálpa Jouban mikið?

„Nei ég held að það hjálpi honum ekki mikið vegna þess að Machida og Gunni eru með allt öðruvísi fótavinnu og Gunni slær ekki eins og venjulegur karatemaður. Hann slær úr allt öðruvísi vinklum en Machida. Machida er miklu meira með þessu beinu högg en þegar Gunni fer inn fer hann hrikalega hratt inn, hraðari en Machida og höggin eru að koma úr allt öðruvísi vinklum sem menn eru ekki að búast við. Held að þetta verði pínu fail hjá honum að æfa með Machida, það getur enginn hermt eftir Gunna.“

Það er óskandi að Gunnar komi með jafn góða frammistöðu á laugardaginn líkt og hann gerði gegn Albert Tumenov. Jón Viðar hefur fulla trú á að það verði raunin. „Ég held að Gunni komi inn mjög sterkur standandi og eigi eftir að koma Alan mjög á óvart þar. Ég held að hann slái hann niður og klári þetta, svipað og hann gerði gegn Brandon Thatch.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular