spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKimbo Slice og Ken Shamrock féllu á lyfjaprófum

Kimbo Slice og Ken Shamrock féllu á lyfjaprófum

kimbo dadaBellator 149 var ansi skrautlegt bardagakvöld og enn heldur sirkusinn áfram. Tvær af stærstu stjörnum kvöldsins, Kimbo Slice og Ken Shamrock, féllu á lyfjaprófi.

Bardagamenn kvöldsins gengust allir undir lyfjapróf fyrir bardagann. Þeir Kimbo og Shamrock voru báðir með ólögleg efni í líkamanum en ekki hefur verið greint frá hvaða efni þetta voru.

Ken Shamrock mætti Royce Gracie þann 19. febrúar á Bellator 149. Hinn 49 ára Gracie sigraði eftir tæknilegt rothögg og var hinn 52 ára Shamrock afar ósáttur með niðurstöðuna þar sem hann kvartaði yfir höggi í klofið. Shamrock ætlaði að áfrýja niðurstöðu bardagans en nú er það farið út um gluggann eftir að hann féll á lyfjaprófinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ken Shamrock fellur á lyfjaprófi. Shamrock féll á lyfjaprófi árið 2009 þar sem þrír ólíkir sterar fundust í lyfjaprófi hans.

ken shamrock
Ken Shamrock í fyrra. 51 árs..

Sama kvöld mættust þeir Kimbo Slice og Dhafir Harris, betur þekktur sem Dada 5000, og var bardaginn einn sá versti í manna minnum. Báðir voru gjörsamlega búnir á því en Kimbo sigraði í 3. lotu eftir tæknilegt rothögg/örmögnun. Dada 5000 fékk hjartaáfall eftir bardagann og var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku.

Sá bardagi verður dæmdur ógildur eftir niðurstöður lyfjaprófsins og er Dada 5000 því enn ósigraður í MMA (tveir sigrar og einn dæmdur ógildur).

Sirkusinn verður enn undarlegri þegar litið er til refsinganna sem þeir munu fá. Bardagarnir fóru fram í Texas ríki en hámarks refsingin þar fyrir fall á lyfjaprófi er 90 daga bann og 5.000 dollara sekt. Texas..

Bellator hefur ekki tjáð sig um lyfjaprófin enn sem komið er en ljóst að þetta er áfall fyrir Bellator enda er Kimbo Slice þeirra stærsta stjarna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular